Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar 28. október 2025 07:03 Í vinnunni tölum við oft opinskátt um svefn, mataræði og streitu, en hvað með túrverki og breytingaskeiðið? Sennilega ekki. Eigum við að ræða túrverki og breytingaskeiðið? Já, endilega! Rannsóknir sýna að einkenni breytingaskeiðsins og vandamál tengd tíðaheilsu geta haft veruleg áhrif á líðan og starfsgetu kvenna. Margar upplifa svefnleysi, hitakóf, einbeitingarskort, verki og þreytu, einkenni sem geta gert daglegt starf erfiðara og jafnvel orðið til þess að þær hætta störfum, tímabundið eða varanlega. Tíðaheilsa á ekki að vera feimnismál. Atvinnurekendur bera ábyrgð á því að skapa öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi fyrir öll sem þar vinna. Tíðaheilsa er vinnumarkaðsmál Í nýrri rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands voru konur spurðar hvort þær hefðu einhvern tíma átt í erfiðleikum með að sinna starfi sínu vegna einkenna breytingaskeiðsins, svo sem skapsveiflna, hitakófa, svefnleysis, kvíða eða þreytu. Þrettán prósent svarenda sögðust oft hafa fundið fyrir einhverjum þessara einkenna, fjórðungur stundum, 23% sjaldan og tveir af hverjum fimm aldrei. Erlendar rannsóknir segja svipaða sögu, allt að 10% kvenna íhuga að hætta að vinna vegna einkenna sem tengjast breytingaskeiði og einkenni tíðaheilsu kosta að meðaltali sex veikindadaga á ári. Þetta er ekki bara heilsu- og velferðartengt vandamál heldur líka efnahagslegt. Þegar reynslumikið starfsfólk hverfur frá störfum tapar vinnustaðurinn þekkingu, samfellu og verðmætri reynslu. Það er því bæði mannúðlegt og skynsamlegt að skapa vinnuumhverfi sem styður við tíðaheilsu og breytingaskeið. Staðall um tíðir, og breytingarskeið Í Bretlandi hefur verið gefinn út staðallinn Menstruation, Menstrual Health and Menopause in the Workplace, leiðbeiningar sem hjálpa vinnustöðum að skapa betra umhverfi í tengslum við tíðir, tíðaheilsu og breytingaskeiðið. Staðallinn kom út árið 2023 og hefur verið sóttur af yfir 11.000 aðilum í 142 löndum. Það hefur þegar sýnt sig að staðallinn hefur stuðlað að opnari umræðu og markvissari stuðningi á vinnustöðum og þar með gert vinnustaði betri. Staðallinn er hannaður fyrir vinnustaði af öllum stærðum og gerðum, en er ekki ætlaður til formlegrar vottunar á borð við hefðbundna gæðastjórnunarstaðla. Þess í stað veitir staðallinn hagnýtar leiðbeiningar hvernig jafnvel smávægilegar breytingar á vinnuumhverfi og viðmóti geta haft veruleg áhrif á vellíðan starfsfólks. Staðallinn býður upp á fjölbreytt verkfæri í formi leiðbeininga, gátlista og sjálfsmatskvarða, sem styðja stjórnendur og mannauðsfólk í að nálgast málefnið af fagmennsku og virðingu. Hann auðveldar stefnumótun og er gagnlegt verkfæri í fræðslu og samtal um samskipti á vinnustaðnum þannig að öll geti notið sín í starfi, óháð hormónastigi. Eflum tíðaheilsu á íslenskum vinnustöðum Staðlaráð Íslands, með stuðningi stéttarfélagsins Visku, vinnur nú að þýðingu og útgáfu staðalsins út á íslensku. Markmið Visku með því að kosta þýðingu staðalsins er skýrt: Að stuðla að jafnrétti og velferð á vinnumarkaði. Tíðir, tíðaheilsa og breytingaskeiðið eru hluti af vinnuvernd og öryggi en ekki einkamál sem á að þegja yfir, bíta á jaxlinn og bölva í hljóði. Þegar staðallinn um tíðir, tíðaheilsu og breytingarskeiðið kemur út á íslensku verður hann gerður aðgengilegur öllum, ókeypis og á rafrænu formi. Þetta er tímamótaverkefni sem miðar að því að færa umræðuna inn á vinnustaði þar sem hún á heima. Eigum við að ræða um túrverki og breytingaskeiðið á vinnustað? Já, endilega! Höfundur er sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá Visku – stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í vinnunni tölum við oft opinskátt um svefn, mataræði og streitu, en hvað með túrverki og breytingaskeiðið? Sennilega ekki. Eigum við að ræða túrverki og breytingaskeiðið? Já, endilega! Rannsóknir sýna að einkenni breytingaskeiðsins og vandamál tengd tíðaheilsu geta haft veruleg áhrif á líðan og starfsgetu kvenna. Margar upplifa svefnleysi, hitakóf, einbeitingarskort, verki og þreytu, einkenni sem geta gert daglegt starf erfiðara og jafnvel orðið til þess að þær hætta störfum, tímabundið eða varanlega. Tíðaheilsa á ekki að vera feimnismál. Atvinnurekendur bera ábyrgð á því að skapa öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi fyrir öll sem þar vinna. Tíðaheilsa er vinnumarkaðsmál Í nýrri rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands voru konur spurðar hvort þær hefðu einhvern tíma átt í erfiðleikum með að sinna starfi sínu vegna einkenna breytingaskeiðsins, svo sem skapsveiflna, hitakófa, svefnleysis, kvíða eða þreytu. Þrettán prósent svarenda sögðust oft hafa fundið fyrir einhverjum þessara einkenna, fjórðungur stundum, 23% sjaldan og tveir af hverjum fimm aldrei. Erlendar rannsóknir segja svipaða sögu, allt að 10% kvenna íhuga að hætta að vinna vegna einkenna sem tengjast breytingaskeiði og einkenni tíðaheilsu kosta að meðaltali sex veikindadaga á ári. Þetta er ekki bara heilsu- og velferðartengt vandamál heldur líka efnahagslegt. Þegar reynslumikið starfsfólk hverfur frá störfum tapar vinnustaðurinn þekkingu, samfellu og verðmætri reynslu. Það er því bæði mannúðlegt og skynsamlegt að skapa vinnuumhverfi sem styður við tíðaheilsu og breytingaskeið. Staðall um tíðir, og breytingarskeið Í Bretlandi hefur verið gefinn út staðallinn Menstruation, Menstrual Health and Menopause in the Workplace, leiðbeiningar sem hjálpa vinnustöðum að skapa betra umhverfi í tengslum við tíðir, tíðaheilsu og breytingaskeiðið. Staðallinn kom út árið 2023 og hefur verið sóttur af yfir 11.000 aðilum í 142 löndum. Það hefur þegar sýnt sig að staðallinn hefur stuðlað að opnari umræðu og markvissari stuðningi á vinnustöðum og þar með gert vinnustaði betri. Staðallinn er hannaður fyrir vinnustaði af öllum stærðum og gerðum, en er ekki ætlaður til formlegrar vottunar á borð við hefðbundna gæðastjórnunarstaðla. Þess í stað veitir staðallinn hagnýtar leiðbeiningar hvernig jafnvel smávægilegar breytingar á vinnuumhverfi og viðmóti geta haft veruleg áhrif á vellíðan starfsfólks. Staðallinn býður upp á fjölbreytt verkfæri í formi leiðbeininga, gátlista og sjálfsmatskvarða, sem styðja stjórnendur og mannauðsfólk í að nálgast málefnið af fagmennsku og virðingu. Hann auðveldar stefnumótun og er gagnlegt verkfæri í fræðslu og samtal um samskipti á vinnustaðnum þannig að öll geti notið sín í starfi, óháð hormónastigi. Eflum tíðaheilsu á íslenskum vinnustöðum Staðlaráð Íslands, með stuðningi stéttarfélagsins Visku, vinnur nú að þýðingu og útgáfu staðalsins út á íslensku. Markmið Visku með því að kosta þýðingu staðalsins er skýrt: Að stuðla að jafnrétti og velferð á vinnumarkaði. Tíðir, tíðaheilsa og breytingaskeiðið eru hluti af vinnuvernd og öryggi en ekki einkamál sem á að þegja yfir, bíta á jaxlinn og bölva í hljóði. Þegar staðallinn um tíðir, tíðaheilsu og breytingarskeiðið kemur út á íslensku verður hann gerður aðgengilegur öllum, ókeypis og á rafrænu formi. Þetta er tímamótaverkefni sem miðar að því að færa umræðuna inn á vinnustaði þar sem hún á heima. Eigum við að ræða um túrverki og breytingaskeiðið á vinnustað? Já, endilega! Höfundur er sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá Visku – stéttarfélagi.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun