Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar 28. október 2025 12:30 Það er mánudagsmorgun. Hafnfirskur fjölskyldufaðir situr fastur í umferðinni á leið heim af næturvakt. Hann starir á bremsuljósin fyrir framan sig og hugsar með sér að umferðarþunginn aukist frá ári til árs. Umferðin var slæm fyrir tuttugu árum, en nú er hún orðin fastur liður í lífinu. Eins og bensínverð, loftlagsskattar og reglugerðir frá Brussel sem enginn skilur, eða veit af hverju við þurfum að innleiða. Í útvarpinu byrja morgunfréttirnar. Fyrsta frétt: Vaxtalækkunarferlinu er lokið. Önnur: Sérfræðingur segir fyrstu kaupendur þurfi 1,8 milljónir í tekjur til að eignast fyrstu íbúð. Þriðja: Seðlabankastjóri kveður verðbólguna þráláta.Fjórða: Utanríkisráðherra fer yfir verkefni vikunnar. 150 milljónir voru settar í launakostnað hinsegin samtaka í New York og 60 milljónir í að rampa upp Úkraínu. Fimmta: Kostnaður vegna hælisleitenda á Íslandi nálgast 100 milljarða á ári. Umferðin léttist þegar hann nálgast Hafnarfjörð og hann hugsar með létti að nú sé hið versta afstaðið. En svo, stopp. Hann hafði gleymt því að Betri Samgöngur ohf. eru að tengja Hafnarfjörð við Garðabæ með göngu- og hjólastígum sem enginn sem hann þekkir hefur óskað eftir. Hann situr þögull í bílnum og horfir á einn mann standa og horfa á veginn. Ekki vinna. Bara horfa.Í útvarpinu heldur sérfræðingurinn áfram að útskýra hvernig fólk með milljón í mánaðarlaun sé í raun í fátækt í þessu efnahagsumhverfi, og má það að miklu leyti rekja til óstjórnar í efnahagsmálum ríkisstjórnarinnar. Hann hugsar með sér að maðurinn mætti kannski flýta sér aðeins að leggja þessa hjólastíga, svo hann komist nú einhverntímann heim. Þessi vinna hefur verið í gangi í fimmtíu daga, og ekkert bendir til að neitt sé að klárast. Hann ekur framhjá ruslatunnum í götunni sinni. Græna tunnan átti að vera tæmd í gær. Hún er enn full. Honum finnst það óþolandi. Ekki endilega að ruslið safnist upp, heldur að hann þurfi að flokka það í þrjár tunnur og hann er bara með skýli fyrir tvær. Enginn í fjölskyldunni er viss hvort mjólkurfernur eigi að fara í græna, gráa eða bláa tunnu. Hann skilur bara að ruslið fer ekki. Og hann þolir það ekki þegar stjórnvöld, sveitarfélög eða einhver evrópsk nefnd, fara að skipta sér af hlutum sem hann áður réð bara sjálfur. Rusli, drykkjartöppum, akstri, bílastæðum. Allt orðin einhver stefna eða skýrsla starfshóps. Þegar hann loks kemur heim bíður þrítug dóttir hans í innkeyrslunni. „Pabbi, má ég innrétta bílskúrinn? Ég fékk ekki lán fyrir 60 fermetra íbúð. Ég er bara með 900.000 í mánaðarlaun.“ Hann hummar. Það er ekki einu sinni reiði eftir, bara þreyta. Hann labbar inn, opnar ísskápinn, nær sér í gos. Tappinn, áfastur samkvæmt nýlega innleiddri ESB-reglugerð, skýst til baka í andlitið á honum og kókið hellist niður á sokkana. Dinglað er á dyrabjölluna.Hann nennir þessu ekki. En samt. Hann opnar. Fyrir utan stendur Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, með brosandi félögum úr Samfylkingunni. Hún heldur á dreifibréfi með slagorðinu „Við hlustum“ og spyr: „Hvernig léttum við daglega lífið þitt?“ Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Það er mánudagsmorgun. Hafnfirskur fjölskyldufaðir situr fastur í umferðinni á leið heim af næturvakt. Hann starir á bremsuljósin fyrir framan sig og hugsar með sér að umferðarþunginn aukist frá ári til árs. Umferðin var slæm fyrir tuttugu árum, en nú er hún orðin fastur liður í lífinu. Eins og bensínverð, loftlagsskattar og reglugerðir frá Brussel sem enginn skilur, eða veit af hverju við þurfum að innleiða. Í útvarpinu byrja morgunfréttirnar. Fyrsta frétt: Vaxtalækkunarferlinu er lokið. Önnur: Sérfræðingur segir fyrstu kaupendur þurfi 1,8 milljónir í tekjur til að eignast fyrstu íbúð. Þriðja: Seðlabankastjóri kveður verðbólguna þráláta.Fjórða: Utanríkisráðherra fer yfir verkefni vikunnar. 150 milljónir voru settar í launakostnað hinsegin samtaka í New York og 60 milljónir í að rampa upp Úkraínu. Fimmta: Kostnaður vegna hælisleitenda á Íslandi nálgast 100 milljarða á ári. Umferðin léttist þegar hann nálgast Hafnarfjörð og hann hugsar með létti að nú sé hið versta afstaðið. En svo, stopp. Hann hafði gleymt því að Betri Samgöngur ohf. eru að tengja Hafnarfjörð við Garðabæ með göngu- og hjólastígum sem enginn sem hann þekkir hefur óskað eftir. Hann situr þögull í bílnum og horfir á einn mann standa og horfa á veginn. Ekki vinna. Bara horfa.Í útvarpinu heldur sérfræðingurinn áfram að útskýra hvernig fólk með milljón í mánaðarlaun sé í raun í fátækt í þessu efnahagsumhverfi, og má það að miklu leyti rekja til óstjórnar í efnahagsmálum ríkisstjórnarinnar. Hann hugsar með sér að maðurinn mætti kannski flýta sér aðeins að leggja þessa hjólastíga, svo hann komist nú einhverntímann heim. Þessi vinna hefur verið í gangi í fimmtíu daga, og ekkert bendir til að neitt sé að klárast. Hann ekur framhjá ruslatunnum í götunni sinni. Græna tunnan átti að vera tæmd í gær. Hún er enn full. Honum finnst það óþolandi. Ekki endilega að ruslið safnist upp, heldur að hann þurfi að flokka það í þrjár tunnur og hann er bara með skýli fyrir tvær. Enginn í fjölskyldunni er viss hvort mjólkurfernur eigi að fara í græna, gráa eða bláa tunnu. Hann skilur bara að ruslið fer ekki. Og hann þolir það ekki þegar stjórnvöld, sveitarfélög eða einhver evrópsk nefnd, fara að skipta sér af hlutum sem hann áður réð bara sjálfur. Rusli, drykkjartöppum, akstri, bílastæðum. Allt orðin einhver stefna eða skýrsla starfshóps. Þegar hann loks kemur heim bíður þrítug dóttir hans í innkeyrslunni. „Pabbi, má ég innrétta bílskúrinn? Ég fékk ekki lán fyrir 60 fermetra íbúð. Ég er bara með 900.000 í mánaðarlaun.“ Hann hummar. Það er ekki einu sinni reiði eftir, bara þreyta. Hann labbar inn, opnar ísskápinn, nær sér í gos. Tappinn, áfastur samkvæmt nýlega innleiddri ESB-reglugerð, skýst til baka í andlitið á honum og kókið hellist niður á sokkana. Dinglað er á dyrabjölluna.Hann nennir þessu ekki. En samt. Hann opnar. Fyrir utan stendur Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, með brosandi félögum úr Samfylkingunni. Hún heldur á dreifibréfi með slagorðinu „Við hlustum“ og spyr: „Hvernig léttum við daglega lífið þitt?“ Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar