Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar 28. október 2025 12:30 Það er mánudagsmorgun. Hafnfirskur fjölskyldufaðir situr fastur í umferðinni á leið heim af næturvakt. Hann starir á bremsuljósin fyrir framan sig og hugsar með sér að umferðarþunginn aukist frá ári til árs. Umferðin var slæm fyrir tuttugu árum, en nú er hún orðin fastur liður í lífinu. Eins og bensínverð, loftlagsskattar og reglugerðir frá Brussel sem enginn skilur, eða veit af hverju við þurfum að innleiða. Í útvarpinu byrja morgunfréttirnar. Fyrsta frétt: Vaxtalækkunarferlinu er lokið. Önnur: Sérfræðingur segir fyrstu kaupendur þurfi 1,8 milljónir í tekjur til að eignast fyrstu íbúð. Þriðja: Seðlabankastjóri kveður verðbólguna þráláta.Fjórða: Utanríkisráðherra fer yfir verkefni vikunnar. 150 milljónir voru settar í launakostnað hinsegin samtaka í New York og 60 milljónir í að rampa upp Úkraínu. Fimmta: Kostnaður vegna hælisleitenda á Íslandi nálgast 100 milljarða á ári. Umferðin léttist þegar hann nálgast Hafnarfjörð og hann hugsar með létti að nú sé hið versta afstaðið. En svo, stopp. Hann hafði gleymt því að Betri Samgöngur ohf. eru að tengja Hafnarfjörð við Garðabæ með göngu- og hjólastígum sem enginn sem hann þekkir hefur óskað eftir. Hann situr þögull í bílnum og horfir á einn mann standa og horfa á veginn. Ekki vinna. Bara horfa.Í útvarpinu heldur sérfræðingurinn áfram að útskýra hvernig fólk með milljón í mánaðarlaun sé í raun í fátækt í þessu efnahagsumhverfi, og má það að miklu leyti rekja til óstjórnar í efnahagsmálum ríkisstjórnarinnar. Hann hugsar með sér að maðurinn mætti kannski flýta sér aðeins að leggja þessa hjólastíga, svo hann komist nú einhverntímann heim. Þessi vinna hefur verið í gangi í fimmtíu daga, og ekkert bendir til að neitt sé að klárast. Hann ekur framhjá ruslatunnum í götunni sinni. Græna tunnan átti að vera tæmd í gær. Hún er enn full. Honum finnst það óþolandi. Ekki endilega að ruslið safnist upp, heldur að hann þurfi að flokka það í þrjár tunnur og hann er bara með skýli fyrir tvær. Enginn í fjölskyldunni er viss hvort mjólkurfernur eigi að fara í græna, gráa eða bláa tunnu. Hann skilur bara að ruslið fer ekki. Og hann þolir það ekki þegar stjórnvöld, sveitarfélög eða einhver evrópsk nefnd, fara að skipta sér af hlutum sem hann áður réð bara sjálfur. Rusli, drykkjartöppum, akstri, bílastæðum. Allt orðin einhver stefna eða skýrsla starfshóps. Þegar hann loks kemur heim bíður þrítug dóttir hans í innkeyrslunni. „Pabbi, má ég innrétta bílskúrinn? Ég fékk ekki lán fyrir 60 fermetra íbúð. Ég er bara með 900.000 í mánaðarlaun.“ Hann hummar. Það er ekki einu sinni reiði eftir, bara þreyta. Hann labbar inn, opnar ísskápinn, nær sér í gos. Tappinn, áfastur samkvæmt nýlega innleiddri ESB-reglugerð, skýst til baka í andlitið á honum og kókið hellist niður á sokkana. Dinglað er á dyrabjölluna.Hann nennir þessu ekki. En samt. Hann opnar. Fyrir utan stendur Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, með brosandi félögum úr Samfylkingunni. Hún heldur á dreifibréfi með slagorðinu „Við hlustum“ og spyr: „Hvernig léttum við daglega lífið þitt?“ Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Það er mánudagsmorgun. Hafnfirskur fjölskyldufaðir situr fastur í umferðinni á leið heim af næturvakt. Hann starir á bremsuljósin fyrir framan sig og hugsar með sér að umferðarþunginn aukist frá ári til árs. Umferðin var slæm fyrir tuttugu árum, en nú er hún orðin fastur liður í lífinu. Eins og bensínverð, loftlagsskattar og reglugerðir frá Brussel sem enginn skilur, eða veit af hverju við þurfum að innleiða. Í útvarpinu byrja morgunfréttirnar. Fyrsta frétt: Vaxtalækkunarferlinu er lokið. Önnur: Sérfræðingur segir fyrstu kaupendur þurfi 1,8 milljónir í tekjur til að eignast fyrstu íbúð. Þriðja: Seðlabankastjóri kveður verðbólguna þráláta.Fjórða: Utanríkisráðherra fer yfir verkefni vikunnar. 150 milljónir voru settar í launakostnað hinsegin samtaka í New York og 60 milljónir í að rampa upp Úkraínu. Fimmta: Kostnaður vegna hælisleitenda á Íslandi nálgast 100 milljarða á ári. Umferðin léttist þegar hann nálgast Hafnarfjörð og hann hugsar með létti að nú sé hið versta afstaðið. En svo, stopp. Hann hafði gleymt því að Betri Samgöngur ohf. eru að tengja Hafnarfjörð við Garðabæ með göngu- og hjólastígum sem enginn sem hann þekkir hefur óskað eftir. Hann situr þögull í bílnum og horfir á einn mann standa og horfa á veginn. Ekki vinna. Bara horfa.Í útvarpinu heldur sérfræðingurinn áfram að útskýra hvernig fólk með milljón í mánaðarlaun sé í raun í fátækt í þessu efnahagsumhverfi, og má það að miklu leyti rekja til óstjórnar í efnahagsmálum ríkisstjórnarinnar. Hann hugsar með sér að maðurinn mætti kannski flýta sér aðeins að leggja þessa hjólastíga, svo hann komist nú einhverntímann heim. Þessi vinna hefur verið í gangi í fimmtíu daga, og ekkert bendir til að neitt sé að klárast. Hann ekur framhjá ruslatunnum í götunni sinni. Græna tunnan átti að vera tæmd í gær. Hún er enn full. Honum finnst það óþolandi. Ekki endilega að ruslið safnist upp, heldur að hann þurfi að flokka það í þrjár tunnur og hann er bara með skýli fyrir tvær. Enginn í fjölskyldunni er viss hvort mjólkurfernur eigi að fara í græna, gráa eða bláa tunnu. Hann skilur bara að ruslið fer ekki. Og hann þolir það ekki þegar stjórnvöld, sveitarfélög eða einhver evrópsk nefnd, fara að skipta sér af hlutum sem hann áður réð bara sjálfur. Rusli, drykkjartöppum, akstri, bílastæðum. Allt orðin einhver stefna eða skýrsla starfshóps. Þegar hann loks kemur heim bíður þrítug dóttir hans í innkeyrslunni. „Pabbi, má ég innrétta bílskúrinn? Ég fékk ekki lán fyrir 60 fermetra íbúð. Ég er bara með 900.000 í mánaðarlaun.“ Hann hummar. Það er ekki einu sinni reiði eftir, bara þreyta. Hann labbar inn, opnar ísskápinn, nær sér í gos. Tappinn, áfastur samkvæmt nýlega innleiddri ESB-reglugerð, skýst til baka í andlitið á honum og kókið hellist niður á sokkana. Dinglað er á dyrabjölluna.Hann nennir þessu ekki. En samt. Hann opnar. Fyrir utan stendur Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, með brosandi félögum úr Samfylkingunni. Hún heldur á dreifibréfi með slagorðinu „Við hlustum“ og spyr: „Hvernig léttum við daglega lífið þitt?“ Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun