Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar 28. október 2025 17:02 Það hefur verið reglulega ýjað að því að breyta fyrirkomulagi í fjölda kennsludaga og lengd náms á svo til öllum skólastigum. Að stytta sumarfrí og fjölga kennsludögum í grunnskólum, aukin krafa um að börn byrji fyrr á leikskólum, og þá hugmyndir um að þau myndu líka byrja fyrr í grunnskóla. Það hefur líka verið talað um að taka út 10. bekkinn og byrja fyrr í framhaldsskóla, nú og stytta hann líka. Það hefur gengið eftir í framhaldsskólunum þegar hann var styttur úr fjórum í þrjú ár 2014. En á sama tíma erum við sífellt að gera kröfur um lengra háskólanám. Er það ekki frekar öfugsnúið? Einu sinni þótti fullgott að hafa klárað gaggó, svo þegar fram liðu tímar var stúdentinn næsti staðall, svo bakkalár og núna er lenskan að enginn sé gjaldgengur nema vera með meistaragráðu. Hvar endar það, það hafa ekki allir tíma til að verða doktorar, sem myndi auk þess útþynna virði doktorsgráðunnar. Ég er auðvitað að færa í stílinn, en þetta er samt eitthvað sem ég tel áhyggjuefni. Sérstaklega þar sem það lítur út fyrir að lengd háskólanáms sé langt frá því að vera ávísun á hærri tekjur. Er ekki hagkvæmara fyrir samfélagið að skila nemendum vel undirbúnum fyrr út úr skólakerfinu og þeir geti þá valið sér háskólanám seinna þegar þau eru komin með reynslu af atvinnulífinu og vita þá í alvörunni hvað þau vilja leggja fyrir sig? Eða þarf að endurskoða háskólanám svo það sé í meiri tengingu við atvinnulífið og hæft sé að sinna fullri vinnu með því? Er sjálfbært að obbi landsmanna sé í besta falli að standa upp af skólabekk hálf þrítug að aldri? Hvað finnst ykkur, kæru lesendur? Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Skoðun Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið reglulega ýjað að því að breyta fyrirkomulagi í fjölda kennsludaga og lengd náms á svo til öllum skólastigum. Að stytta sumarfrí og fjölga kennsludögum í grunnskólum, aukin krafa um að börn byrji fyrr á leikskólum, og þá hugmyndir um að þau myndu líka byrja fyrr í grunnskóla. Það hefur líka verið talað um að taka út 10. bekkinn og byrja fyrr í framhaldsskóla, nú og stytta hann líka. Það hefur gengið eftir í framhaldsskólunum þegar hann var styttur úr fjórum í þrjú ár 2014. En á sama tíma erum við sífellt að gera kröfur um lengra háskólanám. Er það ekki frekar öfugsnúið? Einu sinni þótti fullgott að hafa klárað gaggó, svo þegar fram liðu tímar var stúdentinn næsti staðall, svo bakkalár og núna er lenskan að enginn sé gjaldgengur nema vera með meistaragráðu. Hvar endar það, það hafa ekki allir tíma til að verða doktorar, sem myndi auk þess útþynna virði doktorsgráðunnar. Ég er auðvitað að færa í stílinn, en þetta er samt eitthvað sem ég tel áhyggjuefni. Sérstaklega þar sem það lítur út fyrir að lengd háskólanáms sé langt frá því að vera ávísun á hærri tekjur. Er ekki hagkvæmara fyrir samfélagið að skila nemendum vel undirbúnum fyrr út úr skólakerfinu og þeir geti þá valið sér háskólanám seinna þegar þau eru komin með reynslu af atvinnulífinu og vita þá í alvörunni hvað þau vilja leggja fyrir sig? Eða þarf að endurskoða háskólanám svo það sé í meiri tengingu við atvinnulífið og hæft sé að sinna fullri vinnu með því? Er sjálfbært að obbi landsmanna sé í besta falli að standa upp af skólabekk hálf þrítug að aldri? Hvað finnst ykkur, kæru lesendur? Höfundur er kennari.
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar