Sport

Landsliðið æfir á jökli í Sviss

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensku strákarnir sýndu glæsileg tilþrif í æfingaferðinni í Ölpunum eins og sést á þessari mynd af heimasíðu Skíðasambands Íslands.
Íslensku strákarnir sýndu glæsileg tilþrif í æfingaferðinni í Ölpunum eins og sést á þessari mynd af heimasíðu Skíðasambands Íslands. ski.is

Undanfarna daga hefur íslenska landsliðið á snjóbrettum verið við æfingar á Saas Fee jöklinum í Sviss.

Skíðasamband Íslands segir frá ferðinni á heimasíðu sinni en allir fjórir meðlimir landsliðsins eru í æfingaferðinni ásamt Einari Rafni Stefánssyni, landsliðsþjálfara í snjóbrettum.

Æft er á Saas Fee jöklinum í Sviss og eru frábærar aðstæður til snjóbrettaiðkunar. Byrjunin á ferðinni var hins vegar ekki eins og best var á kosið en mikið snjóaði og skyggni var lélegt fyrstu dagana. En eftir þá daga hafa verið gríðarlega góðar aðstæður og parkið virkilega gott.

Saas Fee jökullinn er syðst í Sviss alveg við landamærin við Ítalíu.

Í íslenska snjóbrettalandsliðinu eru þeir Baldur Vilhelmsson (Skíðafélag Akureyrar), Benedikt Friðbjörnsson (Skíðafélag Akureyrar), Egill Gunnar Kristjánsson (Brettafélag Hafnarfjarðar) og Marinó Kristjánsson (Breiðablik).

Posted by Skíðasamband Íslands on Þriðjudagur, 13. október 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×