Körfubolti

Félagaskipti Kristófers loks í gegn

Sindri Sverrisson skrifar
Kristófer Acox sat fyrir í búningi Vals fyrr í þessum mánuði og verður í honum í vetur.
Kristófer Acox sat fyrir í búningi Vals fyrr í þessum mánuði og verður í honum í vetur. mynd/@valurkarfa

Kristófer Acox mun geta spilað með Val gegn Stjörnunni á föstudagskvöld þar sem að félagaskipti hans frá KR til Vals hafa verið heimiluð.

Íþróttadeild Sýnar hefur fengið það staðfest frá Val að KR-ingar hafi skrifað undir félagsskiptin og að Kristófer sé þar með orðinn leikmaður Vals.

Kristófer verður því gjaldgengur með Val frá upphafi tímabilsins í Dominos-deildinni í körfubolta. Óvissa hafði ríkt um hans mál eftir að KR neitaði að skrifa undir félagaskipti hans.

Kristófer rifti samningi sínum við KR í lok ágúst en sá samningur var aldrei sendur til KKÍ. Tæpar þrjár vikur eru síðan að Valur tilkynnti fjölmiðlum fyrst að Kristófer væri orðinn leikmaður félagsins.

Kristófer hefur átt í hörðum deilum við KR vegna vangreiddra launa. Eins og fram kom í viðtali Vísis við Pál Kolbeinsson, gjaldkera körfuknattleiksdeildar KR, telja KR-ingar að Kristófer eigi ekki inni nein laun hjá félaginu og saka hann um að hafa leynt alvarleika meiðsla þegar hann skrifaði undir samning.


Tengdar fréttir

Sakar Kristófer um að leyna meiðslum

Páll Kolbeinsson, gjaldkeri körfuknattleiksdeildar KR, segir Kristófer Acox hafa leynt meiðslum þegar hann skrifaði undir samning við félagið í fyrrasumar. Þessu hafnar Kristófer alfarið og gögn sýna að þáverandi þjálfari KR vissi að hann væri meiddur.

Kristófer segir KR skulda sér milljónir

Kristófer Acox kveðst eiga inni háa upphæð hjá körfuknattleiksdeild KR vegna vangreiddra launa. Hann hefur leitað til lögfræðings til að freista þess að fá upphæðina greidda.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.