Sport

Dagskráin í dag - Seinni bylgjan og Stúkan

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Guðmundur Benediktsson stjórnar Stúkunni.
Guðmundur Benediktsson stjórnar Stúkunni. vísir/skjáskot

Það verður ýmislegt um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 þegar líða tekur á daginn.

Tveir fótboltaleikir verða sýndir beint. Annar þeirra fer fram á Ítalíu þar sem Bologna og Parma eigast við í Serie A. Hinn leikurinn fer fram í Mosfellsbæ þar sem Afturelding fær Augnablik í heimsókn í Lengjudeild kvenna.

Fjörug umferð í Olís-deild kvenna verður gerð upp af Svövu og stöllum hennar í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport og fljótlega í kjölfarið taka Gummi Ben og félagar í Stúkunni við og fara yfir allt sem gerðist í 18.umferð Pepsi-Max deildar karla.

Smelltu hér til að skoða dagskrána í dag. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.