Sport

Kuldinn fer illa í Nadal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nadal í undirbúningnum fyrir mótið.
Nadal í undirbúningnum fyrir mótið. vísir/getty

Tólffaldur meistari á Opna franska, Rafael Nadal, segir að mótið í ár gæti orðið það erfiðasta sem hann hefur tekið þátt í.

Mótið hefst í París á morgun og stendur yfir allt þangað til 11. október. Yfirleitt fer mótið fram yfir sumarið en nú hefur því verið seinkað vegna kórónuveirunnar.

„Það er svo, svo kalt. Þetta gerir þetta erfitt fyrir alla,“ sagði Nadal og hélt áfram. „Aðstæðurnar eru ótrúlegar til þess að spila utandyra.“

„Aðstæðurnar hérna eru þær erfiðustu sem ég hef komist í kynni við af mörgum ástæðum.

Boltinn er öðruvísi. Hann er hægur og þungur. Það er mjög kalt. Undirbúningurinn hefur verið minni en áður af eðlilegum ástæðum.“

Það verður því fróðlegt að fylgjast með Nadal á leirnum en spáð er þrettán stiga hita á morgun og næstu viku fer hitastigið hæst í átján stig samkvæmt veðurspám.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.