Innlent

Pétur Jóhann með Covid

Samúel Karl Ólason skrifar
Pétur Jóhann Sigfússon með vini sínum Sverri, sem gjarnan er kallaður Sveppi.
Pétur Jóhann Sigfússon með vini sínum Sverri, sem gjarnan er kallaður Sveppi. Vísir/Vilhelm

Skemmtikrafturinn Pétur Jóhann Sigfússon er smitaður af Covid-19 og segist hann aldrei hafa verið jafn veikur áður. Þetta kom fram í þættinum FM95BLÖ á FM 957 seinni hluta dags. Þegar hringt var í Pétur í þættinum sagðist hann vera með hita, og verki alls staðar. Í höfði og líkama. Þá væri þungt að anda og hósta og þar að auki hefði hann misst bæði lyktar- og bragðskyn.

Annars sagðist Pétur „brattur“.

Þeir Auðunn Blöndal, Steindi og Egill Einarsson hringdu í Pétur í beinni útsendingu í þættinum í dag og sögðust vissir um að hann væri frægasti Íslendingurinn sem hefði smitast hingað til.

Slétt vika er síðan Pétur greindist smitaður. Aðspurður hvort veikindin „væru búinn að vera viðbjóður,“ var svarið einfalt.

„Já.“

Hann segir að veikindin hafi skollið á fyrir viku síðan.

„Ég vaknaði aðfaranótt föstudags, klukkan þrjú um nótt, í einhverju mestu svitabaði sem ég hef upplifað og var þá bara upp í hjónarúmi. Síðan fer ég fram í stofu og ligg þar.“

Þar vaknaði hann við að kona hans krafðist köku og afmælissöngvar eins og hefð er fyrir á afmælisdögum í fjölskyldu þeirra. Hann segist hafa fljótt áttað sig á því að hann væri með Covid.

Það var þó stutt í grínið hjá strákunum og aðspurður fagnaði Pétur því að geta ekki fundið lykt af eigin prumpi eða skít. Þá sagði hann að vegna þess að hann fyndi ekkert bragð, væri fjölskylda hans að bera í hann mat sem væri kominn yfir á dagsetningu.

Hægt er að hlusta á það þegar strákarnir hringdu í Pétur í spilaranum hér að neðan. Allur þátturinn er svo þar að neðan. Sá hluti þáttarins sem um ræðirhefst eftir eina klukkustund og 33 mínútur. 

Klippa: Pétur Jóhann með Covid


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.