Sara vitnaði í Kobe Bryant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2020 10:01 Sara Sigmundsdóttir með Mola sínum en til hægri er Kobe Bryant. Samsett/Instagram/Getty Þriðja árið í röð voru heimsleikarnir mikil vonbrigði fyrir íslensku CrossFit konuna Sara Sigmundsdóttir. Sara gerði upp helgina með því að vitna í Kobe heitinn Bryant. Fyrir heimsleikana um helgina þá bjuggust flestir CrossFit sérfræðingar við því að sjá íslensku CrossFit konuna Söru Sigmundsdóttur ná einu af efstu fimm sætunum. Sara er búin að eiga frábært tímabil og var sú sem flestir töldu að ætti mestu möguleikana á að ógna Tiu-Clair Toomey á toppnum. Niðurstaðan var hins vegar allt önnur. Sara Sigmundsdóttir endaði bara í 21. sæti á heimsleikunum og var sextán sætum og 170 stigum frá því að komast í fimm manna ofurúrslitin. Hún var í hópi neðstu keppenda frá fyrstu grein og það breyttist ekki eftir það. Sara Sigmundsdóttir gerði upp helgina á Instagram síðu sinni með mynd af sér með Mola sínum og með því að vitna í bandaríska körfuboltagoðsögnina Kobe Bryant eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram There is always going to be adversity. There are always going to be challenges. And those are all opportunites to rise above. - Kobe Bryant Thank you everyone who made this weekend happen, and thank you all for the love and support A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Sep 22, 2020 at 2:36pm PDT „Það mun alltaf vera mótbyr. Það verða alltaf áskoranir. Það gefur manni um leið tækifæri til að ná enn hærra,“ vitnaði Sara í Kobe Bryant. „Þakkir til allra sem sáu til þess að þessi helgi gat farið fram. Þakkir líka fyrir alla ástina og allan stuðninginn,“ skrifaði Sara. Sara Sigmundsdóttir mun vonandi halda áfram að vinna í sínum málum. Hún hefur átt hvert frábæra tímabilið á fætur öðru en heimsleikarnir ætla að reynast henni afar erfiðir. Sara varð að hætta keppni á heimsleikunum 2019, náði ekki niðurskurðinum í fyrra og endar nú svona langt á eftir þeim bestu. CrossFit Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Þriðja árið í röð voru heimsleikarnir mikil vonbrigði fyrir íslensku CrossFit konuna Sara Sigmundsdóttir. Sara gerði upp helgina með því að vitna í Kobe heitinn Bryant. Fyrir heimsleikana um helgina þá bjuggust flestir CrossFit sérfræðingar við því að sjá íslensku CrossFit konuna Söru Sigmundsdóttur ná einu af efstu fimm sætunum. Sara er búin að eiga frábært tímabil og var sú sem flestir töldu að ætti mestu möguleikana á að ógna Tiu-Clair Toomey á toppnum. Niðurstaðan var hins vegar allt önnur. Sara Sigmundsdóttir endaði bara í 21. sæti á heimsleikunum og var sextán sætum og 170 stigum frá því að komast í fimm manna ofurúrslitin. Hún var í hópi neðstu keppenda frá fyrstu grein og það breyttist ekki eftir það. Sara Sigmundsdóttir gerði upp helgina á Instagram síðu sinni með mynd af sér með Mola sínum og með því að vitna í bandaríska körfuboltagoðsögnina Kobe Bryant eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram There is always going to be adversity. There are always going to be challenges. And those are all opportunites to rise above. - Kobe Bryant Thank you everyone who made this weekend happen, and thank you all for the love and support A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Sep 22, 2020 at 2:36pm PDT „Það mun alltaf vera mótbyr. Það verða alltaf áskoranir. Það gefur manni um leið tækifæri til að ná enn hærra,“ vitnaði Sara í Kobe Bryant. „Þakkir til allra sem sáu til þess að þessi helgi gat farið fram. Þakkir líka fyrir alla ástina og allan stuðninginn,“ skrifaði Sara. Sara Sigmundsdóttir mun vonandi halda áfram að vinna í sínum málum. Hún hefur átt hvert frábæra tímabilið á fætur öðru en heimsleikarnir ætla að reynast henni afar erfiðir. Sara varð að hætta keppni á heimsleikunum 2019, náði ekki niðurskurðinum í fyrra og endar nú svona langt á eftir þeim bestu.
CrossFit Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira