Sport

Stundin þegar Katrín Tanja fékk að vita að hún væri komin áfram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir og og Ben Bergeron eftir að ljóst var að okkar kona væri komin áfram en myndir er af Instagram síðu CrossFit samtakanna.
Katrín Tanja Davíðsdóttir og og Ben Bergeron eftir að ljóst var að okkar kona væri komin áfram en myndir er af Instagram síðu CrossFit samtakanna. Mynd/Instagram

Katrín Tanja Davíðsdóttir var eini íslenski keppandinn sem komst í ofurúrslitin á heimsleikunum í CrossFit en Katrín Tanja náði fjórða sætinu í kvennaflokki. Þetta er mikið afrek enda var keppnin afar hörð og það mátti ekkert fara úrskeiðis.

Það hafði gengið mikið á hjá Katrínu Tönju Davíðsdóttur í sumar og um tíma ætlaði hún ekki að taka þátt í heimsleikunum. Það bjuggust ekki margir við því að henni tækist að komast í fimm manna ofurúrslit.

Eftir ekki alltof sannfærandi byrjun virtist sú spá vera að rætast en þegar á reyndi þá sýndi Katrín Tanja úr hverju hún var gerð. Katrín byrjaði seinni daginn á því að vinna tvær fyrstu greinarnar og gerbreytti um leið stöðunni hjá sér.

Óvenjulegar aðstæður á heimsleikunum í ár urðu til þess að keppendur vissu lítið sem ekkert um stöðuna hjá sér eftir hverja grein. Þessi staðreynd gerði stundina þegar fréttirnar loksins bárust enn dramatískari.

Katrín Tanja var í þriðja sæti fyrir síðustu greinina en datt niður um eitt sæti í lokagreininni. Það kom þó ekki í veg fyrir að hún tryggði sér sæti í baráttunni um heimsmeistaratitilinn í Kaliforníu.

CrossFit samtökin voru með myndavélar á Katrínu Tönju þegar CrossFit opinberaði það hver væri fjórða konan sem væri komin áfram.

„Ég kom til að berjast og gæti ekki verið meira stolt af þessari helgi. Við gerðum allt sem við gátum og núna bíðum við,“ hefur CrossFit eftir Katrínu Tönju Davíðsdóttir en hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar Katrín Tanja fær fréttirnar.

Í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá áhyggjusvipinn á Katrínu Tanja breytast snögglega í mikla gleði við góðu fréttirnar og hún faðmar strax þjálfara sinn Ben Bergeron. Ben Bergeron tók upp á ýmsu við að undirbúa Katrínu Tönju í sumar en bar greinilega árangur.

Það má sjá tilfinningarnar flæða yfir Katrínu Tönju og Ben Bergeron eftir að úrslitin eru ljós og þetta er mjög falleg stund.

Það þarf alvöru keppniskonu til að skilja eftir lætin í kringum eiganda CrossFit þar sem hún var í miðjum storminum og ná að einbeita sér að æfingunum.

Katrín Tanja er tvöfaldur heimsmeistari og CrossFit heimurinn fékk að sjá af hverju með frammistöðu hennar um helgina.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.