Sport

Dag­skráin í dag: Pepsi Max veisla, til­þrifin og Lengju­deildin

Anton Ingi Leifsson skrifar
KR-ingar mæta Blikum í dag.
KR-ingar mæta Blikum í dag. VÍSIR/BÁRA

Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag og þar er íslenski fótbboltinn í aðalhlutverki.

Klukkan 16.30 verður flautað til leiks í fyrsta leik dagsins. ÍA og Grótta mætast þá upp á Skaga og verður leikurinn einn af þremur sem eru í beinni í dag og kvöld.

Stjarnan, sem enn hefur ekki tapað leik í Pepsi Max deildinni, fær topplið Vals í heimsókn. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 en leikurinn sjálfur klukkan 19.15.

Það er ekki bara einn stórleikur í kvöld því í Kópavogi mætast Breiðablik og KR. Liðin mættust á dögunum í bikarnum og þá hafði KR betur svo Blikarnir eiga harma að hefna.

Kjartan Atli Kjartansson og spekingar gera svo upp alla umferðina í kvöld en fimm leikir fara fram í dag og kvöld. Einn leikur fór fram á laugardag er Fjölnir og KA skildu jöfn, 1-1.

Það er ekki bara leikið í efstu deild karla því einnig er leikið í Lengjudeildinni. Klukkan 16.30 hefst leikur ÍBV og Þórs en liðin eru jöfn með 26 stig í fjórða til fimmta sæti deildarinnar.

Alla dagskrá dagsins má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×