Kristófer Acox rýfur þögnina um félagaskiptin Anton Ingi Leifsson skrifar 12. september 2020 14:34 Kristófer í viðtalinu. vísir/skjáskot Kristófer Acox segir að breytingarnar, að skipta KR út fyrir Val, hafi verið nauðsynlegar því hann hafi vitað að hann yrði ekki ánægður í Vesturbænum yrði hann þar áfram. Kristófer skrifaði í gær undir samning við Val eftir að hann yfirgaf herbúðir uppeldisfélagsins KR. Kristófer yfirgaf herbúðir KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa. Samkvæmt heimildum Vísis snýst þessi ágreiningur um laun sem Kristófer telur sig eiga inni hjá KR. Hann ræddi um félagaskiptin við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í dag og um ástæðu þess að hann ákvað að ganga í raðir Vals. „Það er margt sem spilar inn í. Það er gott fólk hérna og ég hef áður spilað með Jóni [Arnóri Stefánssyni] og Pavel [Ermolinskij]. Það var ekki mikill tími til að hugsa mig um þannig séð svo ég þurfti að fylgja þessari tilfinningu sem ég fann,“ sagði Kristófer. Jón Arnór og Pavel voru liðsfélagar hans í KR. Vill vera hluti af uppbyggingu Vals „Ég veit að það hefur verið mikil uppbygging síðustu ár og margt spennandi í gangi hérna. Ég vildi fá að vera partur af því.“ Valur hefur ekki komist í úrslitakeppni í körfuboltanum í þrjátíu ár og Kristófer segir að það sé fínt að það verði pressa á þeim. „Það verður væntanlega meiri pressa en það hefur verið áður. Fólk er þá meira spennt að það sé að koma alvara í þetta. Það hefur verið uppbygging en núna vilja þeir sprengja upp. Það verður gaman að sjá og þetta er stór áskorun.“ „Það eru margir í hópnum sem eru með reynslu og eru vanir og þá held ég að það sé gott að koma inn í þetta og ná að halda áfram að byggja þetta upp.“ Finnur Freyr Stefánsson þjálfaði Kristófer hjá KR og hann mun nú aftur þjálfa hann, en nú hjá Val. „Það spilaði mikið inn í. Það voru líka aðrir þjálfarar sem maður hefði viljað spila fyrir og prófa nýtt en þegar öllu var á botninn á hvolft þá var það Finnur sem togaði mann yfir línuna.“ Flest lið deildarinnar höfðu samband Kristófer segir að flest lið deildarinnar hafi haft samband við hann til að ræða möguleg félagaskipti. „Ég held að það hafi öll liðin nema tvö eða þrjú sem höfðu samband og það kom mér á óvart því ég geri mér grein fyrir ástandinu í samfélaginu og hvað þetta er að gerast seint. Ég var ánægður með áhugann,“ segir Kristófer. „Valur er nálægt mér og það var erfitt að taka þessa ákvörðun svona snöggt. Ég vissi að ég hefði ekki mikinn tíma svo ég ákvað að fara þangað sem er ekki mjög langt frá mínu heimili.“ Hann segir þá að ferlið hafi átt sér nokkurn aðdraganda. „Ég rifti samningi fyrir þremur vikum síðan og þá byrjuðu viðræðurnar eftir að ég var búinn að slíta mig frá KR. Þetta er búið að vera langt og mikið ferli sem er enn í gangi. Varðandi að koma hingað yfir þá var það ekkert of langt en þetta er ekkert gert á einum degi,“ en KR-ingar eru ekki sagðir ánægðir með vistaskipti hans. „Ég geri mér fulla grein fyrir því og það er erfitt að fara frá uppeldisfélaginu. Ég hef ekkert slæmt að segja um KR en það var kominn tími á breytingu og ég vissi það innst inni að ég yrði ekki ánægður ef ég yrði þarna áfram.“ „Það er bara eitthvað sem er verið að díla við og það er alltaf hollt að breyta til. Prófa gera eitthvað nýtt,“ sagði Kristófer. Klippa: Sportpakkinn - Kristófer Acox Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir Kristófer genginn í raðir Vals Kristófer Acox hefur skrifað undir samning við Val. 11. september 2020 13:54 KR kveðst hafa boðið Kristófer „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa launadeilu KR-ingar segjast hafa boðið Kristófer Acox „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa ágreining varðandi launamál og áframhaldandi samning en Kristófer hafi hafnað því. Þá hafi annað félag sent Kristófer samningsdrög. 7. september 2020 20:28 Kristófer farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa Kristófer Acox hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR vegna ágreinings sem ekki tókst að leysa. 7. september 2020 16:38 Valsmenn segja þvælu að þeir tali við samningsbundna leikmenn Körfuknattleiksdeild Vals gagnrýnir frétt Körfunnar harkalega í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag. 4. september 2020 14:03 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Kristófer Acox segir að breytingarnar, að skipta KR út fyrir Val, hafi verið nauðsynlegar því hann hafi vitað að hann yrði ekki ánægður í Vesturbænum yrði hann þar áfram. Kristófer skrifaði í gær undir samning við Val eftir að hann yfirgaf herbúðir uppeldisfélagsins KR. Kristófer yfirgaf herbúðir KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa. Samkvæmt heimildum Vísis snýst þessi ágreiningur um laun sem Kristófer telur sig eiga inni hjá KR. Hann ræddi um félagaskiptin við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í dag og um ástæðu þess að hann ákvað að ganga í raðir Vals. „Það er margt sem spilar inn í. Það er gott fólk hérna og ég hef áður spilað með Jóni [Arnóri Stefánssyni] og Pavel [Ermolinskij]. Það var ekki mikill tími til að hugsa mig um þannig séð svo ég þurfti að fylgja þessari tilfinningu sem ég fann,“ sagði Kristófer. Jón Arnór og Pavel voru liðsfélagar hans í KR. Vill vera hluti af uppbyggingu Vals „Ég veit að það hefur verið mikil uppbygging síðustu ár og margt spennandi í gangi hérna. Ég vildi fá að vera partur af því.“ Valur hefur ekki komist í úrslitakeppni í körfuboltanum í þrjátíu ár og Kristófer segir að það sé fínt að það verði pressa á þeim. „Það verður væntanlega meiri pressa en það hefur verið áður. Fólk er þá meira spennt að það sé að koma alvara í þetta. Það hefur verið uppbygging en núna vilja þeir sprengja upp. Það verður gaman að sjá og þetta er stór áskorun.“ „Það eru margir í hópnum sem eru með reynslu og eru vanir og þá held ég að það sé gott að koma inn í þetta og ná að halda áfram að byggja þetta upp.“ Finnur Freyr Stefánsson þjálfaði Kristófer hjá KR og hann mun nú aftur þjálfa hann, en nú hjá Val. „Það spilaði mikið inn í. Það voru líka aðrir þjálfarar sem maður hefði viljað spila fyrir og prófa nýtt en þegar öllu var á botninn á hvolft þá var það Finnur sem togaði mann yfir línuna.“ Flest lið deildarinnar höfðu samband Kristófer segir að flest lið deildarinnar hafi haft samband við hann til að ræða möguleg félagaskipti. „Ég held að það hafi öll liðin nema tvö eða þrjú sem höfðu samband og það kom mér á óvart því ég geri mér grein fyrir ástandinu í samfélaginu og hvað þetta er að gerast seint. Ég var ánægður með áhugann,“ segir Kristófer. „Valur er nálægt mér og það var erfitt að taka þessa ákvörðun svona snöggt. Ég vissi að ég hefði ekki mikinn tíma svo ég ákvað að fara þangað sem er ekki mjög langt frá mínu heimili.“ Hann segir þá að ferlið hafi átt sér nokkurn aðdraganda. „Ég rifti samningi fyrir þremur vikum síðan og þá byrjuðu viðræðurnar eftir að ég var búinn að slíta mig frá KR. Þetta er búið að vera langt og mikið ferli sem er enn í gangi. Varðandi að koma hingað yfir þá var það ekkert of langt en þetta er ekkert gert á einum degi,“ en KR-ingar eru ekki sagðir ánægðir með vistaskipti hans. „Ég geri mér fulla grein fyrir því og það er erfitt að fara frá uppeldisfélaginu. Ég hef ekkert slæmt að segja um KR en það var kominn tími á breytingu og ég vissi það innst inni að ég yrði ekki ánægður ef ég yrði þarna áfram.“ „Það er bara eitthvað sem er verið að díla við og það er alltaf hollt að breyta til. Prófa gera eitthvað nýtt,“ sagði Kristófer. Klippa: Sportpakkinn - Kristófer Acox
Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir Kristófer genginn í raðir Vals Kristófer Acox hefur skrifað undir samning við Val. 11. september 2020 13:54 KR kveðst hafa boðið Kristófer „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa launadeilu KR-ingar segjast hafa boðið Kristófer Acox „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa ágreining varðandi launamál og áframhaldandi samning en Kristófer hafi hafnað því. Þá hafi annað félag sent Kristófer samningsdrög. 7. september 2020 20:28 Kristófer farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa Kristófer Acox hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR vegna ágreinings sem ekki tókst að leysa. 7. september 2020 16:38 Valsmenn segja þvælu að þeir tali við samningsbundna leikmenn Körfuknattleiksdeild Vals gagnrýnir frétt Körfunnar harkalega í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag. 4. september 2020 14:03 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Kristófer genginn í raðir Vals Kristófer Acox hefur skrifað undir samning við Val. 11. september 2020 13:54
KR kveðst hafa boðið Kristófer „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa launadeilu KR-ingar segjast hafa boðið Kristófer Acox „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa ágreining varðandi launamál og áframhaldandi samning en Kristófer hafi hafnað því. Þá hafi annað félag sent Kristófer samningsdrög. 7. september 2020 20:28
Kristófer farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa Kristófer Acox hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR vegna ágreinings sem ekki tókst að leysa. 7. september 2020 16:38
Valsmenn segja þvælu að þeir tali við samningsbundna leikmenn Körfuknattleiksdeild Vals gagnrýnir frétt Körfunnar harkalega í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag. 4. september 2020 14:03