Körfubolti

Kristófer farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristófer í leik með KR á síðasta tímabili.
Kristófer í leik með KR á síðasta tímabili. vísir/bára

Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, er farinn frá Íslandsmeisturum KR. Hann greindi frá þessu á Instagram í dag.

Kristófer segir að ástæðan sé „ákveðinn ágreiningur milli mín og félagsins, sem því miður náðist ekki að leysa.“ Samkvæmt heimildum Vísis snýst þessi ágreiningur um laun sem Kristófer telur sig eiga inni hjá KR.

Í færslunni segir Kristófer ekki ljóst hvar hann spilar á næsta tímabili en það muni skýrast á næstu dögum. Hann hefur verið sterklega orðaður við Val sem hefur þegar fengið Jón Arnór Stefánsson frá KR í sumar.

Færslu Kristófers má sjá hér fyrir neðan. Þar þakkar hann KR fyrir tíma sinn hjá félaginu og segist spenntur fyrir næstu skrefum á ferlinum.

Kristófer er uppalinn KR-ingur og hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með liðinu. Hann var valinn besti leikmaður Domino's deildarinnar 2018 og 2019 og besti leikmaður úrslitakeppninnar og varnarmaður ársins 2018.

Á síðasta tímabili var Kristófer með 9,5 stig og 6,0 fráköst að meðaltali í leik í Domino's deildinni.


Tengdar fréttir

Valur gæti fengið enn eina stjörnuna úr KR

Orðrómar þess efnis að Kristófer Acox, leikmaður KR í Domino´s-deild karla í körfubolta, sé á leið í Val verða háværari með hverjum deginum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.