Hátt í tuttugu íslenskar konur selja aðgang að myndum af sér Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. september 2020 19:10 Að minnsta kosti tuttugu íslenskar konur selja erótískt eða klámfengið myndefni af sér á samfélagsmiðlinum Only Fans sem hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Stígamót hafa áhyggjur af þessari þróun og vilja stemma stigu við eftirspurn á kynferðislegu efni á netinu. OnlyFans er markaðssett þannig að fólk geti aflað sér tekna fremur en svokallaðra læka, líkt og á öðrum miðlum á borð við Instagram, með efni sínu. Efnið á síðunni er margs konar, allt frá náttúrulífsmyndum og tónlist yfir í klám. Og miðillinn er raunar í dag þekktastur fyrir klámfengið efni. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að tuttugu íslenskar konur hið minnsta selji þar kynferðislegar myndir og myndbönd en þær sem virkastar eru á miðlinum segjast þéna mörg hundruð þúsund krónur á mánuði. Yfirleitt reynsla af kynferðislegu ofbeldi „Við þekkjum ýmis dæmi um vefsíður þar sem notendur geta greitt fyrir að sjá kynferðislegar myndir af þeim sem eru að bjóða upp á það á síðunni. Þetta er áhyggjuefni fyrir okkur vegna þess að þetta er enn ein birtingarmynd þess að það sé verið að selja aðgang að líkama kvenna,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Hún segir að talsvert margar konur og karlar leiti til Stígamóta árlega eftir að hafa verið í klámi eða vændisiðnaði. „Það sem við sjáum sammerkt með fólki sem hefur verið í vændi eða klámi er að þau eru oft í efnahagslega þröngri stöðu og vantar pening. Þau hafa yfirleitt reynslu af því að vera beitt kynferðisofbeldi sem börn eða unglingar þannig að það er búið að brjóta á mörkunum þeirra og stundum er þetta tengt neyslu og fjármögnun hennar.“ Steinunn segir þróunina áhyggjuefni. Sigurjón Afleiðingarnar geti orðið alvarlegar. „Afleiðingar af vændi eða klámi eru í raun þær sömu og við þekkjum af kynferðisofbeldi. Það er skömm og sektarkennd. Það er kvíði, þunglyndi, löskuð sjálfsmynd og svo framvegis. En við sjáum oft ýktari útgáfur af því hjá þeim sem hafa verið í kynlífsiðnaðinum. Það fylgir því oft gríðarlega mikil skömm að hafa verið í þessum iðnaði. Fólk er oft að lifa tvöföldu lífi sem setur enn meira álag á fólk, þannig að afleiðingarnar eru oft langvarandi og andlega erfiðar.“ Mörkin verði smám saman óljósari Aðspurð hvort konur upplifi miðilinn sem verndað umhverfi, í ljósi þess að þær þurfa ekki að eiga nein líkamleg tengsl, nefnir hún rannsókn sem systursamtök Stígamóta í Svíþjóð gerðu með viðtölum við ungar konur á aldrinum 18-24 ára sem hafa verið á miðlum sem þessum. „Þessir miðlar kallast ekki einu sinni klám, þeir kallast glamour modelling og glamour blogging og sugar daddying og eitthvað fleira. Það sem þær lýsa er að þær héldu að þær væru að fara inn í öruggt umhverfi. En svo byrjar áreitið. Bæði frá þeim sem stjórna miðlunum og frá kúnnunum sem vilja meira og meira og meira. Og þó þær komi inn með skýr mörk að þá byrja mörkin smám saman að losna upp og verða óljósari vegna þess að það er rosalegt álag að þurfa að standa á móti til dæmis stórum fjársterkum aðila eða kúnnunum sem vilja meira,“ segir hún. Stemma þurfi stigu við þessari eftirspurn. „Hér á Íslandi erum við með löggjöf sem byggir á því að við viljum ekki að það sé verið að versla með líkama fólks. Það er í rauninni andi löggjafarinnar. Þess vegna höfum við á Íslandi bannað kaup á vændi þó að við leyfum sölu á vændi. Það sem ég myndi vilja sjá gert væri í þeim anda að við reynum að stemma stigu við eftirspurninni á því að kaupa kynferðislegar myndir af ungum konum. Samfélagsmiðlar Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira
Að minnsta kosti tuttugu íslenskar konur selja erótískt eða klámfengið myndefni af sér á samfélagsmiðlinum Only Fans sem hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Stígamót hafa áhyggjur af þessari þróun og vilja stemma stigu við eftirspurn á kynferðislegu efni á netinu. OnlyFans er markaðssett þannig að fólk geti aflað sér tekna fremur en svokallaðra læka, líkt og á öðrum miðlum á borð við Instagram, með efni sínu. Efnið á síðunni er margs konar, allt frá náttúrulífsmyndum og tónlist yfir í klám. Og miðillinn er raunar í dag þekktastur fyrir klámfengið efni. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að tuttugu íslenskar konur hið minnsta selji þar kynferðislegar myndir og myndbönd en þær sem virkastar eru á miðlinum segjast þéna mörg hundruð þúsund krónur á mánuði. Yfirleitt reynsla af kynferðislegu ofbeldi „Við þekkjum ýmis dæmi um vefsíður þar sem notendur geta greitt fyrir að sjá kynferðislegar myndir af þeim sem eru að bjóða upp á það á síðunni. Þetta er áhyggjuefni fyrir okkur vegna þess að þetta er enn ein birtingarmynd þess að það sé verið að selja aðgang að líkama kvenna,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Hún segir að talsvert margar konur og karlar leiti til Stígamóta árlega eftir að hafa verið í klámi eða vændisiðnaði. „Það sem við sjáum sammerkt með fólki sem hefur verið í vændi eða klámi er að þau eru oft í efnahagslega þröngri stöðu og vantar pening. Þau hafa yfirleitt reynslu af því að vera beitt kynferðisofbeldi sem börn eða unglingar þannig að það er búið að brjóta á mörkunum þeirra og stundum er þetta tengt neyslu og fjármögnun hennar.“ Steinunn segir þróunina áhyggjuefni. Sigurjón Afleiðingarnar geti orðið alvarlegar. „Afleiðingar af vændi eða klámi eru í raun þær sömu og við þekkjum af kynferðisofbeldi. Það er skömm og sektarkennd. Það er kvíði, þunglyndi, löskuð sjálfsmynd og svo framvegis. En við sjáum oft ýktari útgáfur af því hjá þeim sem hafa verið í kynlífsiðnaðinum. Það fylgir því oft gríðarlega mikil skömm að hafa verið í þessum iðnaði. Fólk er oft að lifa tvöföldu lífi sem setur enn meira álag á fólk, þannig að afleiðingarnar eru oft langvarandi og andlega erfiðar.“ Mörkin verði smám saman óljósari Aðspurð hvort konur upplifi miðilinn sem verndað umhverfi, í ljósi þess að þær þurfa ekki að eiga nein líkamleg tengsl, nefnir hún rannsókn sem systursamtök Stígamóta í Svíþjóð gerðu með viðtölum við ungar konur á aldrinum 18-24 ára sem hafa verið á miðlum sem þessum. „Þessir miðlar kallast ekki einu sinni klám, þeir kallast glamour modelling og glamour blogging og sugar daddying og eitthvað fleira. Það sem þær lýsa er að þær héldu að þær væru að fara inn í öruggt umhverfi. En svo byrjar áreitið. Bæði frá þeim sem stjórna miðlunum og frá kúnnunum sem vilja meira og meira og meira. Og þó þær komi inn með skýr mörk að þá byrja mörkin smám saman að losna upp og verða óljósari vegna þess að það er rosalegt álag að þurfa að standa á móti til dæmis stórum fjársterkum aðila eða kúnnunum sem vilja meira,“ segir hún. Stemma þurfi stigu við þessari eftirspurn. „Hér á Íslandi erum við með löggjöf sem byggir á því að við viljum ekki að það sé verið að versla með líkama fólks. Það er í rauninni andi löggjafarinnar. Þess vegna höfum við á Íslandi bannað kaup á vændi þó að við leyfum sölu á vændi. Það sem ég myndi vilja sjá gert væri í þeim anda að við reynum að stemma stigu við eftirspurninni á því að kaupa kynferðislegar myndir af ungum konum.
Samfélagsmiðlar Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira