Lífið

Of Monsters and Men frumsýnir nýtt lag og myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd frá tökum myndbandsins.
Mynd frá tökum myndbandsins.

Íslenska stórsveitin Of Monsters and Men frumsýndi rétt í þessu nýtt myndband við nýtt lag sem ber heitið Vistor.

Myndbandið við lagið var tekið upp hér á landi og unnið alfarið af íslensku teymi en leikstjórn var í höndum Þóru Hilmars. Í aðalhlutverki myndbandsins má sjá Ingvar E. Sigurðsson en það er þó ekki í fyrsta skipti sem hann leikur í tónlistarmynbandi fyrir Of Monsters and Men.

Lagið var samið og tekið upp þegar heimurinn var á allt öðrum stað svo að hrátt útlit myndbandsins, eins og eftir heimsendi, þykir viðeigandi í dag. Myndbandið var skotið á Íslandi í febrúar rétt áður en kórónuveirufaraldurinn fór að hafa áhrif á okkur öll.

Of Monsters and Men gaf út plötuna Fever Dreams á síðasta ári og fékk sú plata fínar viðtökur. Hún hefur fengið um 80 milljón streymi til dagsins í dag og fengið lof gagnrýnenda um heim allan svo sem Billboard, NPR, The Line Of best Fit, Independent, Paste o.fl.

Hér að neðan má sjá myndbandið sem var frumsýnt fyrr í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.