Ferðaþjónustan er ekki óvinurinn Þórir Garðarsson skrifar 28. ágúst 2020 11:15 Það er leitt hvernig umræðan um hertar sóttvarnaraðgerðir á landamærunum hefur þróast. Ferðaþjónustunni er stillt upp sem óvini almennings. Ferðaþjónustan vilji draga úr aðgerðunum og þar með möguleikum íbúa landsins til að njóta lífsins án ótta við COVID-19. Látið er að því liggja að ný bylgja af smitum sé ferðaþjónustunni að kenna. Aldrei hefði átt að „opna“ landið eða hætta skimun á ferðafólki frá ákveðnum löndum. Staðreyndin er auðvitað að ferðaþjónustan hefur ekkert að segja um hvernig smitvörnum er háttað. Aftur á móti er skiljanlegt að fólk í ferðaþjónustu bendi á þær afdrifaríku afleiðingar á afkomuna sem hertar sóttvarnaraðgerðir hafa. Skiljanlegt er að margir í ferðaþjónustunni hafi efasemdir um gildi hertra aðgerða í ljósi þess að eldra fyrirkomulag - þ.e. ein skimun á öllum erlendum ferðamönnum og tvær á heimamönnum - skilaði mjög góðum árangri þar til henni var hætt. Afdrifarík ákvörðun Íslenskrar erfðargreiningar Um miðjan júlí stefndi í hálfgert neyðarástand á landamærunum eftir að afkastageta skimunar dróst snarlega saman með litlum fyrirvara þegar Íslensk erfðagreining kippti að sér höndunum. Gripið var til þess ráðs að hætta að skima farþega frá fjórum „öruggum“ löndum, óháð því hvaðan viðkomandi voru raunverulega að koma. Það voru mikil mistök í útfærslunni. Ferðaþjónustan hafði ekkert með útfærsluna á opnunina frá „öruggum“ löndum að gera. Það var ákvörðun sóttvarnalæknis. En skiljanlega kom þessi ákvörðun í veg fyrir stórkostleg vandræði á Keflavíkurflugvelli, þegar skimunargetan réð allt í einu ekki við fjöldann. Fyrir vikið komst kórónuveiran undir radarinn, á sama tíma voru landsmenn nánast hættir að spá í smitvarnir. Nú sitjum við uppi með veirubylgju númer tvö, sem skrifast á smit frá útlöndum sem andvaralausir íbúar landsins hafa svo tekið að sér að dreifa. Viðbrögð yfirvalda og ráðgjafa þeirra, sem áður töldu í lagi að hleypa ferðamönnum inn án skimunar, eru að krefjast nú tvöfaldrar skimunar á alla og sóttkví á milli skimana. Trúir einhver því að lokun landsins útrými kórónuveirunni? Allskonar spekingar, þar á meðal nokkrir hagfræðingar, saka ferðaþjónustuna um gróðahyggju og hagsmunapot fyrir að hafa efasemdir um nauðsyn hinna hertu aðgerða. Eigendur fyrirtækja í ferðaþjónustu eru sakaðir um að vera á móti því að daglegt líf, skólahald, listir og menning komist í eðlilegt horf. Það sé þess virði að kasta ferðaþjónustunni á bálið í því skyni. En trúir einhver því í raun og veru að Ísland geti orðið COVID-19 frítt með þessu móti og allir farið að lifa eðlilegu lífi án þess að hafa áhyggjur af að smitast? Djammið geti byrjað fram á rauða nótt, þétt verði setið í leikhúsinu og á öðrum menningarviðburðum? Satt að segja virðast þessar ráðstafanir geta skapað falska öryggistilfinningu sem gerir einu smiti afar auðvelt með að dreifast um þjóðfélagið. Reynslan frá því í sumar sýnir hvað getur gerst - smitin voru nánast horfin og allir voru hættir að spá í smitvarnir. Sóttvarnalæknir hefur bent á að það er mjög takmörkuð staðganga á milli komu ferðamanna til landsins og útbreiðslu kórónuveirunnar. Það er staðreynd að erlendir ferðamenn gæta vel að öllum sóttvörnum fyrst og fremst til að tryggja sjálfan sig fyrir smiti. Það vill engin veikjast í ókunnugu landi. Það eru fyrsta og fremst heimamenn sem verða öruggir með sig, slaka á sóttvörnum og dreifa þar með veirunni. Ferðaþjónustan notuð sem blóraböggull Neikvæðnin gagnvart ferðaþjónustunni virðist ákveðið hálmstrá í umræðunni til að réttlæta það að skella í lás á erlenda ferðamenn með harkalegum sóttvarnaraðgerðum. Ferðaþjónustan er enginn óvinur. Til skamms tíma var ferðaþjónustan vettvangur atvinnu fyrir hátt í 30 þúsund manns. Afleidd viðskipti vegna þjónustu við ferðamenn höfðu jákvæð áhrif á lífsafkomu tugþúsunda annarra til viðbótar. Hið opinbera hefur hagnast verulega á komu erlendra ferðamanna og gjaldeyrisforðinn styrkst svo um munar. Viðskipti ferðamanna voru undirstaða aukins hagvaxtar. Það eru því hagsmunir okkar allra að ganga ekki svo harkalega til verks að nánast ætla að slátra þessari mikilvægu atvinnugrein. Það gengur heldur ekki að ætla að herða og slaka til skiptis í sóttvarnaraðgerðum á landamærum. Flestir skipuleggja ferðalög með löngum fyrirvara og vilja geta treyst á stöðugleika í þessum efnum. Lokun landamæra með hertum aðgerðum stoppar og slítur sölu sem komin var aftur af stað. Það tekur mikinn tíma og kostnað að vinna það upp aftur. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það er leitt hvernig umræðan um hertar sóttvarnaraðgerðir á landamærunum hefur þróast. Ferðaþjónustunni er stillt upp sem óvini almennings. Ferðaþjónustan vilji draga úr aðgerðunum og þar með möguleikum íbúa landsins til að njóta lífsins án ótta við COVID-19. Látið er að því liggja að ný bylgja af smitum sé ferðaþjónustunni að kenna. Aldrei hefði átt að „opna“ landið eða hætta skimun á ferðafólki frá ákveðnum löndum. Staðreyndin er auðvitað að ferðaþjónustan hefur ekkert að segja um hvernig smitvörnum er háttað. Aftur á móti er skiljanlegt að fólk í ferðaþjónustu bendi á þær afdrifaríku afleiðingar á afkomuna sem hertar sóttvarnaraðgerðir hafa. Skiljanlegt er að margir í ferðaþjónustunni hafi efasemdir um gildi hertra aðgerða í ljósi þess að eldra fyrirkomulag - þ.e. ein skimun á öllum erlendum ferðamönnum og tvær á heimamönnum - skilaði mjög góðum árangri þar til henni var hætt. Afdrifarík ákvörðun Íslenskrar erfðargreiningar Um miðjan júlí stefndi í hálfgert neyðarástand á landamærunum eftir að afkastageta skimunar dróst snarlega saman með litlum fyrirvara þegar Íslensk erfðagreining kippti að sér höndunum. Gripið var til þess ráðs að hætta að skima farþega frá fjórum „öruggum“ löndum, óháð því hvaðan viðkomandi voru raunverulega að koma. Það voru mikil mistök í útfærslunni. Ferðaþjónustan hafði ekkert með útfærsluna á opnunina frá „öruggum“ löndum að gera. Það var ákvörðun sóttvarnalæknis. En skiljanlega kom þessi ákvörðun í veg fyrir stórkostleg vandræði á Keflavíkurflugvelli, þegar skimunargetan réð allt í einu ekki við fjöldann. Fyrir vikið komst kórónuveiran undir radarinn, á sama tíma voru landsmenn nánast hættir að spá í smitvarnir. Nú sitjum við uppi með veirubylgju númer tvö, sem skrifast á smit frá útlöndum sem andvaralausir íbúar landsins hafa svo tekið að sér að dreifa. Viðbrögð yfirvalda og ráðgjafa þeirra, sem áður töldu í lagi að hleypa ferðamönnum inn án skimunar, eru að krefjast nú tvöfaldrar skimunar á alla og sóttkví á milli skimana. Trúir einhver því að lokun landsins útrými kórónuveirunni? Allskonar spekingar, þar á meðal nokkrir hagfræðingar, saka ferðaþjónustuna um gróðahyggju og hagsmunapot fyrir að hafa efasemdir um nauðsyn hinna hertu aðgerða. Eigendur fyrirtækja í ferðaþjónustu eru sakaðir um að vera á móti því að daglegt líf, skólahald, listir og menning komist í eðlilegt horf. Það sé þess virði að kasta ferðaþjónustunni á bálið í því skyni. En trúir einhver því í raun og veru að Ísland geti orðið COVID-19 frítt með þessu móti og allir farið að lifa eðlilegu lífi án þess að hafa áhyggjur af að smitast? Djammið geti byrjað fram á rauða nótt, þétt verði setið í leikhúsinu og á öðrum menningarviðburðum? Satt að segja virðast þessar ráðstafanir geta skapað falska öryggistilfinningu sem gerir einu smiti afar auðvelt með að dreifast um þjóðfélagið. Reynslan frá því í sumar sýnir hvað getur gerst - smitin voru nánast horfin og allir voru hættir að spá í smitvarnir. Sóttvarnalæknir hefur bent á að það er mjög takmörkuð staðganga á milli komu ferðamanna til landsins og útbreiðslu kórónuveirunnar. Það er staðreynd að erlendir ferðamenn gæta vel að öllum sóttvörnum fyrst og fremst til að tryggja sjálfan sig fyrir smiti. Það vill engin veikjast í ókunnugu landi. Það eru fyrsta og fremst heimamenn sem verða öruggir með sig, slaka á sóttvörnum og dreifa þar með veirunni. Ferðaþjónustan notuð sem blóraböggull Neikvæðnin gagnvart ferðaþjónustunni virðist ákveðið hálmstrá í umræðunni til að réttlæta það að skella í lás á erlenda ferðamenn með harkalegum sóttvarnaraðgerðum. Ferðaþjónustan er enginn óvinur. Til skamms tíma var ferðaþjónustan vettvangur atvinnu fyrir hátt í 30 þúsund manns. Afleidd viðskipti vegna þjónustu við ferðamenn höfðu jákvæð áhrif á lífsafkomu tugþúsunda annarra til viðbótar. Hið opinbera hefur hagnast verulega á komu erlendra ferðamanna og gjaldeyrisforðinn styrkst svo um munar. Viðskipti ferðamanna voru undirstaða aukins hagvaxtar. Það eru því hagsmunir okkar allra að ganga ekki svo harkalega til verks að nánast ætla að slátra þessari mikilvægu atvinnugrein. Það gengur heldur ekki að ætla að herða og slaka til skiptis í sóttvarnaraðgerðum á landamærum. Flestir skipuleggja ferðalög með löngum fyrirvara og vilja geta treyst á stöðugleika í þessum efnum. Lokun landamæra með hertum aðgerðum stoppar og slítur sölu sem komin var aftur af stað. Það tekur mikinn tíma og kostnað að vinna það upp aftur. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun