Konan sem slapp við kreppuna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttur skrifar 27. ágúst 2020 13:30 Á heimilum þar sem nú eru áhyggjur eftir atvinnumissi eða rekstrarvanda þá fara þær ekki fram hjá börnunum. Í kreppunni 2008 átti ég samtal við litlu dóttur mína eftir að við höfðum farið í bankann einn daginn og rákumst þar á mömmu leikfélaga hennar. Við spjölluðum við konuna stutta stund og dóttir mín deildi með henni helstu tíðindum úr sínu lífi þann daginn, að hún hefði farið í sund og að hana langaði í pylsu eftir sundið. Eftir að við vorum komnar heim sagði hún: „Það er gott að Íslandsbanki fór ekki á hausinn og mamma hans Arnars missti ekki vinnuna.“ Dóttirin virtist fanga alvöru ástandsins og um leið gleðjast yfir því að mamma vinar hennar hefði sloppið við að missa vinnuna og ég fann um leið að ég átti erfitt með að segja henni frá því að þessi banki hefði alls ekki sloppið alveg við það að fara á hausinn. Þess í stað tók ég undir með dóttur minni, sagði að það væri gott að mamma hans Arnars hefði ekki misst vinnuna, eins og margir gerðu því miður á þessum tíma. Dóttirin svaraði hugsi: „Já, því þá hefði hún örugglega fengið kreppuna“.Í hennar huga fengu þeir kreppuna sem misstu vinnuna. Mér fannst það nokkuð góð hugsun hjá litlu barni. Árið 2020 er eðli kreppunnar einmitt dálítið á þessa leið. Þetta er atvinnuleysiskreppa. Kostnaður við efnahagsáfallið vegna kórónuveirunnar leggst mjög ójafnt á samfélagið. Fyrri kreppur hér innanlands hafa oftast birst í veikingu krónu og verðbólgu, sem hefur í för með sér að kaupmáttur okkar flestra rýrnar. Nú kemur efnahagslegt áfall hins vegar fram með ójafnari hætti. Eftirspurnin hvarf alfarið á ákveðnum sviðum og þetta áfall skall á með litlum fyrirvara. Þegar eftirspurn hverfur alfarið á ákveðnum sviðum hefur það dramatísk og afgerandi áhrif á fyrirtæki og fólk í þeim atvinnugreinum en aðrir í samfélaginu finna minna og jafnvel lítið fyrir efnahagslega áfallinu. Þetta eðli áfallsins núna skýrir kannski að vissu leyti að sumir upplifa ástandið sem kórónuveiran hefur framkallað sem tækifæri til að endurmeta og endurskoða lífshætti á meðan aðrir búa við nagandi fjárhags- og afkomuáhyggjur. Kaupmáttur þeirra sem ekki hafa áhyggjur af atvinnumálum hefur í mörgum tilvikum batnað og kostnaður vegna húsnæðislána lækkað. Fólk í ferðaþjónustu, fólk í menningu og listum, ungt fólk og aðrir hópar hafa á sama tíma hins vegar orðið harkalega fyrir barðinu á efnahagslegum afleiðingum veirunnar. Það er þess vegna mikill ókostur að stjórnvöldum hafi ekki tekist að tala til þjóðarinnar þannig að samstaðan og samhugurinn sem einkenndi okkar fyrstu skref gegn veirunni hafi sömuleiðis verið leiðarljósið um efnahagslegar afleiðingar þessa áfalls. Sameiginlegur óvinur er hin bráðsmitandi og skæða veira, en ekki fólk í öðrum atvinnugreinum. Umræðan hefur hins vegar dálítið þróast út í andstæðar fylkingar um afstöðu til reglna á landamærum. Ný framlögð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar mun við fyrstu sýn ekki gera annað en að draga dálítið úr efnahagslega áfallinu. Þar er vitaskuld margt gert en stefnan speglar samt ekki þá trú stjórnvalda að við séum að glíma við tímabundið ástand, sem allar líkur eru samt til þess að sé reyndin. Skrefin eru of lítil og taktur stjórnarinnar er of hægur. Tímabundið efnahagslegt högg réttlætir sterk viðbrögð af hálfu stjórnvalda og að gripið sé inn hratt. Nú hefði verið lag að leggja fram áætlun sem gæti raunverulega lyft eftirspurn innanlands og dregið verulega úr atvinnuleysi. Væntingar eru gjarnan lykilorð um hvernig við upplifum árangur. Nú skiptir máli að við séum öll saman um það að takast á við tímabundið efnahagslegt áfall, sem bítur okkur mjög misjafnlega hart. Og það þarf að gefa fólki, fyrirtækjum og þeim greinum atvinnulífsins sem eiga erfitt væntingar og von, um að ástandið sé tímabundið. Stjórnvöld eiga að lýsa því markvisst yfir með stefnunni að eftir að þessu erfiða ástandi linnir þá ætlum við að halda áfram. Verði niðurstaðan 10% atvinnuleysi í lok árs, eins og spár gera ráð fyrir, mun það hafa gífurleg áhrif á eftirspurn innanlands, sem ýtir síðan undir enn frekara atvinnuleysi. Fólk á lægstu bótum mun einfaldlega ekki hafa ráð á því að taka þátt í samfélaginu, með öllum þeim neikvæðu áhrifum sem það hefur á persónulegt líf fólks og samfélagið allt. Viðreisn hefur lagt ríka áherslu á fjölbreyttara og sterkara atvinnulíf. Með því að auðvelda fólki að skapa sér sjálft tækifæri og tekjur, með lækkun álaga á vinnuveitendur og með fókus á menntun og nýsköpun. Við ætlum að komast í gegnum þetta saman og þurfum að gefa þeim sem fá kreppuna væntingar um að ástandið sé tímabundið og að stjórnvöld hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að milda höggið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Sjá meira
Á heimilum þar sem nú eru áhyggjur eftir atvinnumissi eða rekstrarvanda þá fara þær ekki fram hjá börnunum. Í kreppunni 2008 átti ég samtal við litlu dóttur mína eftir að við höfðum farið í bankann einn daginn og rákumst þar á mömmu leikfélaga hennar. Við spjölluðum við konuna stutta stund og dóttir mín deildi með henni helstu tíðindum úr sínu lífi þann daginn, að hún hefði farið í sund og að hana langaði í pylsu eftir sundið. Eftir að við vorum komnar heim sagði hún: „Það er gott að Íslandsbanki fór ekki á hausinn og mamma hans Arnars missti ekki vinnuna.“ Dóttirin virtist fanga alvöru ástandsins og um leið gleðjast yfir því að mamma vinar hennar hefði sloppið við að missa vinnuna og ég fann um leið að ég átti erfitt með að segja henni frá því að þessi banki hefði alls ekki sloppið alveg við það að fara á hausinn. Þess í stað tók ég undir með dóttur minni, sagði að það væri gott að mamma hans Arnars hefði ekki misst vinnuna, eins og margir gerðu því miður á þessum tíma. Dóttirin svaraði hugsi: „Já, því þá hefði hún örugglega fengið kreppuna“.Í hennar huga fengu þeir kreppuna sem misstu vinnuna. Mér fannst það nokkuð góð hugsun hjá litlu barni. Árið 2020 er eðli kreppunnar einmitt dálítið á þessa leið. Þetta er atvinnuleysiskreppa. Kostnaður við efnahagsáfallið vegna kórónuveirunnar leggst mjög ójafnt á samfélagið. Fyrri kreppur hér innanlands hafa oftast birst í veikingu krónu og verðbólgu, sem hefur í för með sér að kaupmáttur okkar flestra rýrnar. Nú kemur efnahagslegt áfall hins vegar fram með ójafnari hætti. Eftirspurnin hvarf alfarið á ákveðnum sviðum og þetta áfall skall á með litlum fyrirvara. Þegar eftirspurn hverfur alfarið á ákveðnum sviðum hefur það dramatísk og afgerandi áhrif á fyrirtæki og fólk í þeim atvinnugreinum en aðrir í samfélaginu finna minna og jafnvel lítið fyrir efnahagslega áfallinu. Þetta eðli áfallsins núna skýrir kannski að vissu leyti að sumir upplifa ástandið sem kórónuveiran hefur framkallað sem tækifæri til að endurmeta og endurskoða lífshætti á meðan aðrir búa við nagandi fjárhags- og afkomuáhyggjur. Kaupmáttur þeirra sem ekki hafa áhyggjur af atvinnumálum hefur í mörgum tilvikum batnað og kostnaður vegna húsnæðislána lækkað. Fólk í ferðaþjónustu, fólk í menningu og listum, ungt fólk og aðrir hópar hafa á sama tíma hins vegar orðið harkalega fyrir barðinu á efnahagslegum afleiðingum veirunnar. Það er þess vegna mikill ókostur að stjórnvöldum hafi ekki tekist að tala til þjóðarinnar þannig að samstaðan og samhugurinn sem einkenndi okkar fyrstu skref gegn veirunni hafi sömuleiðis verið leiðarljósið um efnahagslegar afleiðingar þessa áfalls. Sameiginlegur óvinur er hin bráðsmitandi og skæða veira, en ekki fólk í öðrum atvinnugreinum. Umræðan hefur hins vegar dálítið þróast út í andstæðar fylkingar um afstöðu til reglna á landamærum. Ný framlögð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar mun við fyrstu sýn ekki gera annað en að draga dálítið úr efnahagslega áfallinu. Þar er vitaskuld margt gert en stefnan speglar samt ekki þá trú stjórnvalda að við séum að glíma við tímabundið ástand, sem allar líkur eru samt til þess að sé reyndin. Skrefin eru of lítil og taktur stjórnarinnar er of hægur. Tímabundið efnahagslegt högg réttlætir sterk viðbrögð af hálfu stjórnvalda og að gripið sé inn hratt. Nú hefði verið lag að leggja fram áætlun sem gæti raunverulega lyft eftirspurn innanlands og dregið verulega úr atvinnuleysi. Væntingar eru gjarnan lykilorð um hvernig við upplifum árangur. Nú skiptir máli að við séum öll saman um það að takast á við tímabundið efnahagslegt áfall, sem bítur okkur mjög misjafnlega hart. Og það þarf að gefa fólki, fyrirtækjum og þeim greinum atvinnulífsins sem eiga erfitt væntingar og von, um að ástandið sé tímabundið. Stjórnvöld eiga að lýsa því markvisst yfir með stefnunni að eftir að þessu erfiða ástandi linnir þá ætlum við að halda áfram. Verði niðurstaðan 10% atvinnuleysi í lok árs, eins og spár gera ráð fyrir, mun það hafa gífurleg áhrif á eftirspurn innanlands, sem ýtir síðan undir enn frekara atvinnuleysi. Fólk á lægstu bótum mun einfaldlega ekki hafa ráð á því að taka þátt í samfélaginu, með öllum þeim neikvæðu áhrifum sem það hefur á persónulegt líf fólks og samfélagið allt. Viðreisn hefur lagt ríka áherslu á fjölbreyttara og sterkara atvinnulíf. Með því að auðvelda fólki að skapa sér sjálft tækifæri og tekjur, með lækkun álaga á vinnuveitendur og með fókus á menntun og nýsköpun. Við ætlum að komast í gegnum þetta saman og þurfum að gefa þeim sem fá kreppuna væntingar um að ástandið sé tímabundið og að stjórnvöld hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að milda höggið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun