Usain Bolt með kórónuveiruna eftir gleðskap sem Raheem Sterling mætti í Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 08:30 Usain Bolt vann átta Ólympíugull á sínum ferli. Hér bítur hann í eitt þeirra. Getty/Patrick Smith Fljótasti maður sögunnar slapp ekki undan kóróuveirunni. Áttfaldi Ólympíumeistarinn Usain Bolt er smitaður af kórónuveirunni en Jamaíkamaðurinn hafði farið í sjálfskipaða sóttkví áður en hann fékk niðurstöðu úr prófinu. Usain Bolt er einn öflugast íþróttamaður sögunnar enda var hann fljótasti maður heims í langan tíma og á bæði heimsmetið í 100 og 200 metra hlaupi. Hinn 34 ára gamli Usain Bolt er hættur að keppa fyrir þremur árum en það lítur út fyrir að afmælisveisla hans á dögunum hafi verið ástæðan fyrir því að hann er smitaður. Coronavirus catches up with Usain Bolt, world's fastest man https://t.co/RBmi17v8In— Al Jazeera English (@AJEnglish) August 25, 2020 Bolt tilkynnti það á samfélagsmiðlum að hann ætlaði að halda sig heima á meðan hann biði eftir niðurstöðum úr prófinu sem síðan reyndist vera jákvætt. „Til öryggis þá ætla ég bara að taka því rólega,“ sagði Usain Bolt en hann var með engin einkenni. BBC segir frá því að Raheem Sterling, leikmaður Manchester City og enska landsliðsins, hafi verið gestur í þessu afmæli Usain Bolt. Næst á dagskrá hjá Raheem Sterling ætti einmitt að vera landsleikur á móti Íslandi í Laugardalnum. Leikurinn fer fram 5. september á Laugardalsvellinum. „Ég fór í prófið á laugardaginn útaf vinnunni minni. Ég er að reyna að vera ábyrgur og verð því heima ásamt vinum mínum,“ sagði Usain Bolt. Stay Safe my ppl pic.twitter.com/ebwJFF5Ka9— Usain St. Leo Bolt (@usainbolt) August 24, 2020 Frjálsar íþróttir Jamaíka Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Fljótasti maður sögunnar slapp ekki undan kóróuveirunni. Áttfaldi Ólympíumeistarinn Usain Bolt er smitaður af kórónuveirunni en Jamaíkamaðurinn hafði farið í sjálfskipaða sóttkví áður en hann fékk niðurstöðu úr prófinu. Usain Bolt er einn öflugast íþróttamaður sögunnar enda var hann fljótasti maður heims í langan tíma og á bæði heimsmetið í 100 og 200 metra hlaupi. Hinn 34 ára gamli Usain Bolt er hættur að keppa fyrir þremur árum en það lítur út fyrir að afmælisveisla hans á dögunum hafi verið ástæðan fyrir því að hann er smitaður. Coronavirus catches up with Usain Bolt, world's fastest man https://t.co/RBmi17v8In— Al Jazeera English (@AJEnglish) August 25, 2020 Bolt tilkynnti það á samfélagsmiðlum að hann ætlaði að halda sig heima á meðan hann biði eftir niðurstöðum úr prófinu sem síðan reyndist vera jákvætt. „Til öryggis þá ætla ég bara að taka því rólega,“ sagði Usain Bolt en hann var með engin einkenni. BBC segir frá því að Raheem Sterling, leikmaður Manchester City og enska landsliðsins, hafi verið gestur í þessu afmæli Usain Bolt. Næst á dagskrá hjá Raheem Sterling ætti einmitt að vera landsleikur á móti Íslandi í Laugardalnum. Leikurinn fer fram 5. september á Laugardalsvellinum. „Ég fór í prófið á laugardaginn útaf vinnunni minni. Ég er að reyna að vera ábyrgur og verð því heima ásamt vinum mínum,“ sagði Usain Bolt. Stay Safe my ppl pic.twitter.com/ebwJFF5Ka9— Usain St. Leo Bolt (@usainbolt) August 24, 2020
Frjálsar íþróttir Jamaíka Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn