Tónlist

Björk Orkestral frestað til 2021

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Frá tónleikum Bjarkar í Stokkhólmi.
Frá tónleikum Bjarkar í Stokkhólmi. Getty/Santiago Felipe

Tónleikaröð Bjarkar, Björk Orkestral – Live from Reykjavík, sem fara átti fram í Hörpu hefur verið frestað til ársins 2021. Björk tilkynnti um tónleikana, sem hún vildi halda til að fagna samstarfi sínu viði íslenskt tónleikafólk, í lok júní og halda átti tónleikana nú í ágúst.

Þeim var fyrst frestað þar til í september en hefur nú verið ákveðið að halda þá í janúar og febrúar. Tónleikarnir eru fjórir og verða þeir þann 17., 24., og 31. janúar og 7. febrúar vegna sóttvarnaaðgerða.

„Þetta er vegna áframhaldandi fjöldatakmarkanna en ekki er hægt að treysta á að búið verði að losa um þær í tæka tíð og setjum við alltaf heilsu og öryggi gesta og starfsfólks á oddinn,“ segir í tilkynningu.

Björk mun spila í Eldborg með Hamrahlíðakórnum, strengjasveit og blásturs- og flautuleikurum. Fljótt seldist upp á tónleikana en gilda allir miðar fyrir nýja tónleikadaga.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.