Björn Ingi þarf að greiða þrotabúi Pressunnar 80 milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2020 14:57 Björn Ingi Hrafnsson, fjölmiðlamaður. Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. áttatíu milljónir króna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Vesturlands.Dómurinn féllst á kröfur Pressunnar ehf. um að veðsetningum á eignum félagsins, sem gerðar voru með lánasamningi milli Pressunnar ehf. og Björns Inga auk tryggingabréfs, yrði rift. Um var að ræða allsherjarveð í Pressunni, auk vörumerkjanna og vefsíðanna Eyjan.is, Bleikt.is, 433.is, sem og útgáfurétt Pressunnar. Þá var þess krafist að yfirtöku Frjálsrar fjölmiðlunar ehf., sem tók yfir miðla Pressunnar skömmu áður en félagið fór í gjaldþrot árið 2017, á 80 milljóna skuld Björns Inga við Pressuna yrði rift. Dómurinn féllst einnig á það. Pressan ehf. rak útgáfustarfsemi á áðurnefndum vefsíðum og átti hlut í dagblaðinu DV. Björn Ingi var einn stofnenda Pressunnar ehf. og stjórnarformaður félagsins frá stofnun þess og þar til í desember 2017. Greiðslan fyrir Eyjuna farið beint til Pressunnar Lögmenn Pressunnar ehf. lögðu áherslu á að bókhald félagsins bæri þess engin merki að félagið hefði skuldað Birni Inga 80 milljónir króna. Þá beri færslur á bankareikningum félagsins þess heldur ekki merki að Björn Ingi hefði lánað félaginu umrædda fjárhæð. Gögnin styðji því ekki fullyrðingar Björns Inga um að lánið hefði verið veitt. Björn Ingi vísaði m.a. til þess að það hefði blasað við að Pressan ehf. yrði gjaldþrota í byrjun september 2017, yrði ekkert gert. Sjálfur hefði hann í reynd fjármagnað félagið árum saman með lánum og persónulegum ábyrgðum. Hann hefði til að mynda látið mánaðarlega greiðslu fyrir umsjón með sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2, sem nam 1,6 milljónum króna, renna til Pressunnar ehf. sem lán um þriggja ára skeið. Hann hefði svo þann 10. júní 2017 lánað Pressunni ehf. og dótturfélögum 80 milljónir króna. Pressunni ehf. hefði borið að endurgreiða lánið 12 mánuðum síðar. Um var að ræða allsherjarveð í Pressunni, auk vörumerkjanna og vefsíðanna Eyjan.is, Bleikt.is, 433.is.Vísir/Vilhelm Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að reikningsyfirlit styðji ekki að Björn Ingi hafi lánað Pressunni ehf. umrædda upphæð. Gildi þar einu hvort miðað sé við að útgreiðsla lánsins hafi strax farið fram eða hvort um einhvers konar lánalínu hafi verið að ræða, líkt og Björn Ingi byggði á. Dómurinn komst loks að þeirri niðurstöðu að yfirtöku Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. á skuld Pressunnar ehf. við Björn Inga yrði rift og Birni Inga gert að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. umræddar 80 milljónir króna. Dómurinn féllst einnig á kröfu þrotabúsins um að umræddum veðsetningum verði rift. Birni Inga var jafnframt gert að greiða málskostnað að upphæð 1,6 milljónir króna. Dómsmál Fjölmiðlar Gjaldþrot Tengdar fréttir Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Dalsmenn krefja Björn Inga um hluthafafund Meirihlutaeigendur í Pressunni vilja fá að vita hver staða fyrirtækisins eftir sölu allra helstu fjölmiðlana er í raun. 21. september 2017 06:41 „Mæli eindregið með því að hætta að drekka, það breytti lífi mínu“ "Nú þegar rétt um fimm mánuðir eru liðnir frá því ég setti tappann í flöskuna, er maður rétt aðeins farinn að átta sig á kostum þess að vera alltaf allsgáður og með kollinn í lagi.“ 4. nóvember 2019 15:00 Björn Ingi tekur yfir rekstur ÍNN Ingvi Hrafn mun halda áfram með Hrafnaþing. 12. október 2016 09:00 Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. áttatíu milljónir króna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Vesturlands.Dómurinn féllst á kröfur Pressunnar ehf. um að veðsetningum á eignum félagsins, sem gerðar voru með lánasamningi milli Pressunnar ehf. og Björns Inga auk tryggingabréfs, yrði rift. Um var að ræða allsherjarveð í Pressunni, auk vörumerkjanna og vefsíðanna Eyjan.is, Bleikt.is, 433.is, sem og útgáfurétt Pressunnar. Þá var þess krafist að yfirtöku Frjálsrar fjölmiðlunar ehf., sem tók yfir miðla Pressunnar skömmu áður en félagið fór í gjaldþrot árið 2017, á 80 milljóna skuld Björns Inga við Pressuna yrði rift. Dómurinn féllst einnig á það. Pressan ehf. rak útgáfustarfsemi á áðurnefndum vefsíðum og átti hlut í dagblaðinu DV. Björn Ingi var einn stofnenda Pressunnar ehf. og stjórnarformaður félagsins frá stofnun þess og þar til í desember 2017. Greiðslan fyrir Eyjuna farið beint til Pressunnar Lögmenn Pressunnar ehf. lögðu áherslu á að bókhald félagsins bæri þess engin merki að félagið hefði skuldað Birni Inga 80 milljónir króna. Þá beri færslur á bankareikningum félagsins þess heldur ekki merki að Björn Ingi hefði lánað félaginu umrædda fjárhæð. Gögnin styðji því ekki fullyrðingar Björns Inga um að lánið hefði verið veitt. Björn Ingi vísaði m.a. til þess að það hefði blasað við að Pressan ehf. yrði gjaldþrota í byrjun september 2017, yrði ekkert gert. Sjálfur hefði hann í reynd fjármagnað félagið árum saman með lánum og persónulegum ábyrgðum. Hann hefði til að mynda látið mánaðarlega greiðslu fyrir umsjón með sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2, sem nam 1,6 milljónum króna, renna til Pressunnar ehf. sem lán um þriggja ára skeið. Hann hefði svo þann 10. júní 2017 lánað Pressunni ehf. og dótturfélögum 80 milljónir króna. Pressunni ehf. hefði borið að endurgreiða lánið 12 mánuðum síðar. Um var að ræða allsherjarveð í Pressunni, auk vörumerkjanna og vefsíðanna Eyjan.is, Bleikt.is, 433.is.Vísir/Vilhelm Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að reikningsyfirlit styðji ekki að Björn Ingi hafi lánað Pressunni ehf. umrædda upphæð. Gildi þar einu hvort miðað sé við að útgreiðsla lánsins hafi strax farið fram eða hvort um einhvers konar lánalínu hafi verið að ræða, líkt og Björn Ingi byggði á. Dómurinn komst loks að þeirri niðurstöðu að yfirtöku Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. á skuld Pressunnar ehf. við Björn Inga yrði rift og Birni Inga gert að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. umræddar 80 milljónir króna. Dómurinn féllst einnig á kröfu þrotabúsins um að umræddum veðsetningum verði rift. Birni Inga var jafnframt gert að greiða málskostnað að upphæð 1,6 milljónir króna.
Dómsmál Fjölmiðlar Gjaldþrot Tengdar fréttir Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Dalsmenn krefja Björn Inga um hluthafafund Meirihlutaeigendur í Pressunni vilja fá að vita hver staða fyrirtækisins eftir sölu allra helstu fjölmiðlana er í raun. 21. september 2017 06:41 „Mæli eindregið með því að hætta að drekka, það breytti lífi mínu“ "Nú þegar rétt um fimm mánuðir eru liðnir frá því ég setti tappann í flöskuna, er maður rétt aðeins farinn að átta sig á kostum þess að vera alltaf allsgáður og með kollinn í lagi.“ 4. nóvember 2019 15:00 Björn Ingi tekur yfir rekstur ÍNN Ingvi Hrafn mun halda áfram með Hrafnaþing. 12. október 2016 09:00 Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04
Dalsmenn krefja Björn Inga um hluthafafund Meirihlutaeigendur í Pressunni vilja fá að vita hver staða fyrirtækisins eftir sölu allra helstu fjölmiðlana er í raun. 21. september 2017 06:41
„Mæli eindregið með því að hætta að drekka, það breytti lífi mínu“ "Nú þegar rétt um fimm mánuðir eru liðnir frá því ég setti tappann í flöskuna, er maður rétt aðeins farinn að átta sig á kostum þess að vera alltaf allsgáður og með kollinn í lagi.“ 4. nóvember 2019 15:00