Dalsmenn krefja Björn Inga um hluthafafund Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. september 2017 06:41 Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi Pressunnar. Dalsmenn, sem eiga meirihluta í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, hafa sent stjórnarformanninum Birni Inga Hrafnssyni bréf þar sem krafist er hluthafafundar. Vilja þeir meðal annars ræða stöðu fyrirtækisins eftir að allir helstu fjölmiðlar þess voru seldir á dögunum. Þá krefjast þeir einnig að ný stjórn verði kosin. Þannig færu þeir ekki lengur með tögl og hagldir í félaginu sem voru við stjórnvölinn þegar fjölmiðlarnar voru seldir - degi áður en taka átti fyrir beiðni um gjaldþrot félagsins.Sjá einnig: Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjölduKaup Hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðjónssonar á öllum eignum Pressunnar voru ekki kynnt eigendum Dalsins fyrr en þau voru frágengin. Dalurinn, sem er í jafnri eigu fjárfestanna Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Jóhanns G. Jóhannssonar og Róberts Wessmann, á 68 prósenta hlut í Pressunni.Ríkisútvarpið greinir frá bréfinu, sem sent var á þriðjudag, en áður hefur verið greint frá hinni miklu forvitni Dalsmanna um hvaða fjárfestar standi að baki Sigurði. Í bréfinu kemur fram að meirihlutaeigendurnir vilji meðal annars fá upplýsingar um það hvernig kaupverðinu sem fékkst fyrir fjölmiðlana hefur verið og verður ráðstafað. Þá segir Ríkisútvarpið Dalsmenn einnig vilja fá umræðu á fundinum um fjárhagslega stöðu Pressunnar ásamt því að kalla eftir stjórnarkjöri.Sjá einnig: Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DVEigendur Dalsins eru þeir Róbert Wessmann, Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson og Jóhann G. Jóhannsson, en hver um sig á tuttugu prósenta hlut í félaginuAlvogenDalsmenn segjast hafa kallað áður eftir hlutahafafundi en ekki hafi verið orðið við þeirri beiðni. Skömmu síðar hafi allar helstu eignir verið seldar úr félaginu. Í apríl var tilkynnt að sex fjárfestahópar, þar á meðal Dalurinn, hefðu ákveðið að leggja Pressunni til fé. Var gert ráð fyrir að hlutafé yrði aukið um 300 milljónir. Áformin um hlutafjáraukninguna gengu hins vegar ekki eftir. Dalurinn lagði til umtalsverða fjármuni, sem nýttust við greiðslu opinberra gjalda og vegna vanskila á lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgreiðslum starfsmanna, en aðrir fjárfestar hættu við. Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. Björn Ingi er útgefandi Pressunnar. Félög í hans eigu og Arnars Ægissonar, framkvæmdastjóra Pressunnar, eiga samanlagt um 31 prósents hlut í Pressunni. Skuldir Vefpressunnar og DV höfðu aukist undanfarnamánuði og áætlað að heildarskuldir Pressusamstæðunnar hafi numið um 700 milljónum króna þegar salan gekk í gegn. Tengdar fréttir Sigurður G. kaupir DV og aðrar eignir Pressunnar Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 7. september 2017 06:00 Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 30. ágúst 2017 08:00 Björn Ingi og Arnar komnir með þriðjungshlut í Pressunni Félagið Kringluturninn, sem er í jafnri eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, jók í liðinni viku við eignarhlut sinn í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 6. september 2017 09:00 Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12 Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Dalsmenn, sem eiga meirihluta í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, hafa sent stjórnarformanninum Birni Inga Hrafnssyni bréf þar sem krafist er hluthafafundar. Vilja þeir meðal annars ræða stöðu fyrirtækisins eftir að allir helstu fjölmiðlar þess voru seldir á dögunum. Þá krefjast þeir einnig að ný stjórn verði kosin. Þannig færu þeir ekki lengur með tögl og hagldir í félaginu sem voru við stjórnvölinn þegar fjölmiðlarnar voru seldir - degi áður en taka átti fyrir beiðni um gjaldþrot félagsins.Sjá einnig: Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjölduKaup Hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðjónssonar á öllum eignum Pressunnar voru ekki kynnt eigendum Dalsins fyrr en þau voru frágengin. Dalurinn, sem er í jafnri eigu fjárfestanna Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Jóhanns G. Jóhannssonar og Róberts Wessmann, á 68 prósenta hlut í Pressunni.Ríkisútvarpið greinir frá bréfinu, sem sent var á þriðjudag, en áður hefur verið greint frá hinni miklu forvitni Dalsmanna um hvaða fjárfestar standi að baki Sigurði. Í bréfinu kemur fram að meirihlutaeigendurnir vilji meðal annars fá upplýsingar um það hvernig kaupverðinu sem fékkst fyrir fjölmiðlana hefur verið og verður ráðstafað. Þá segir Ríkisútvarpið Dalsmenn einnig vilja fá umræðu á fundinum um fjárhagslega stöðu Pressunnar ásamt því að kalla eftir stjórnarkjöri.Sjá einnig: Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DVEigendur Dalsins eru þeir Róbert Wessmann, Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson og Jóhann G. Jóhannsson, en hver um sig á tuttugu prósenta hlut í félaginuAlvogenDalsmenn segjast hafa kallað áður eftir hlutahafafundi en ekki hafi verið orðið við þeirri beiðni. Skömmu síðar hafi allar helstu eignir verið seldar úr félaginu. Í apríl var tilkynnt að sex fjárfestahópar, þar á meðal Dalurinn, hefðu ákveðið að leggja Pressunni til fé. Var gert ráð fyrir að hlutafé yrði aukið um 300 milljónir. Áformin um hlutafjáraukninguna gengu hins vegar ekki eftir. Dalurinn lagði til umtalsverða fjármuni, sem nýttust við greiðslu opinberra gjalda og vegna vanskila á lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgreiðslum starfsmanna, en aðrir fjárfestar hættu við. Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. Björn Ingi er útgefandi Pressunnar. Félög í hans eigu og Arnars Ægissonar, framkvæmdastjóra Pressunnar, eiga samanlagt um 31 prósents hlut í Pressunni. Skuldir Vefpressunnar og DV höfðu aukist undanfarnamánuði og áætlað að heildarskuldir Pressusamstæðunnar hafi numið um 700 milljónum króna þegar salan gekk í gegn.
Tengdar fréttir Sigurður G. kaupir DV og aðrar eignir Pressunnar Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 7. september 2017 06:00 Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 30. ágúst 2017 08:00 Björn Ingi og Arnar komnir með þriðjungshlut í Pressunni Félagið Kringluturninn, sem er í jafnri eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, jók í liðinni viku við eignarhlut sinn í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 6. september 2017 09:00 Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12 Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Sigurður G. kaupir DV og aðrar eignir Pressunnar Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 7. september 2017 06:00
Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 30. ágúst 2017 08:00
Björn Ingi og Arnar komnir með þriðjungshlut í Pressunni Félagið Kringluturninn, sem er í jafnri eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, jók í liðinni viku við eignarhlut sinn í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 6. september 2017 09:00
Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun