Körfubolti

Martin fór aftur á kostum í Euroleague leik í Grikklandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson í sigurleiknum á móti Olympiacos í Aþenu.
Martin Hermannsson í sigurleiknum á móti Olympiacos í Aþenu. Getty/Panagiotis Moschandreou

Martin Hermannsson átti stórleik með Alba Berlín í Euroleague í gærkvöldi þegar þýska liðið vann sjö stiga útisigur á gríska liðinu Olympiacos. Hér má smá myndband með íslenska bakverðinum á gólfinu í Aþenu í gær.

Martin var með 18 stig og 6 stoðsendingar á rúmum 27 mínútur og fékk 20 í framlagseinkunn sem er það hæsta hjá honum í Euroleague-deildinni í vetur.

Alba Berlín vann leikinn 93-86 en Martin hitti úr 5 af 8 skotum sínum utan af velli og öllum fimm vítunum. Martin var næststigahæstur (Marcus Eriksson 22 sitg) og stoðsendingahæstur í sínu liði.

Alba Berlín var þremur stigum undir við upphafi fjórða leikhlutans en vann hann 25-15 þar sem Martin var með átta af átján stigum sínum.

Þetta er í annað skipti sem Martin bíður upp á flotta frammistöðu í Euroleague leik í Grikklandi en hann var líka mjög góður í dramatískum útisigri í framlengdum leik á móti Panathinaikos.

Klippa: Martin Hermannsson fer á kostum í EuroleagueÍ sigurleiknum á móti Panathinaikos var Martin með 20 stig og 10 stoðsendingar en það er í fyrsta og eina skiptið sem íslensku körfuboltamaður nær 20-10 leik í Euroleague.

Tveir bestu leikir Martins á hans fyrsta tímabili í Euroleague hafa því báðir farið fram á grískri grundu og Grikkirnir vita örugglega hver íslenski bakvörðurinn er í dag.

Martin er með 19,0 stig og 8 stoðsendingar að meðaltali í leikjunum sínum í Grikklandi.


Bestu leikir Martins til þessa í Euroleague deildinni 2019-20:

Hæsta framlag í leik:
20 á útivelli á móti Olympiacos 14. janúar
18 á heimavelli á móti Rauðu Stjörnunni 19. nóvember
17 á útivelli á móti Panathinaikos 14. nóvember
17 á útivelli á móti Villeurbanne 20. desember
12 á útivelli á móti Fenerbahce 6. desember
12 á heimavelli á móti Maccabi Tel Aviv

Flest stig í leik:
20 á útivelli á móti Panathinaikos 14. nóvember
18 á heimavelli á móti Kirolbet Baskonia 26. desember
18 á útivelli á móti Olympiacos 14. janúar
17 á útivelli á móti Villeurbanne 20. desember
16 á heimavelli á móti Rauðu Stjörnunni 19. nóvember
16 á heimavelli á móti Maccabi Tel Aviv

Flestar stoðsendingar í leik:
11 á útivelli á móti Anadolu Efes 11. október
10 á útivelli á móti Panathinaikos 14. nóvember
9 á heimavelli á móti Zenit St Petersburg 4. október
7 á heimavelli á móti Olympiacos 21. nóvember
6 á útivelli á móti Olympiacos 14. janúar
6 á heimavelli á móti Bayern München  18. desemberAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.