Körfubolti

Martin fór aftur á kostum í Euroleague leik í Grikklandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson í sigurleiknum á móti Olympiacos í Aþenu.
Martin Hermannsson í sigurleiknum á móti Olympiacos í Aþenu. Getty/Panagiotis Moschandreou

Martin Hermannsson átti stórleik með Alba Berlín í Euroleague í gærkvöldi þegar þýska liðið vann sjö stiga útisigur á gríska liðinu Olympiacos. Hér má smá myndband með íslenska bakverðinum á gólfinu í Aþenu í gær.Martin var með 18 stig og 6 stoðsendingar á rúmum 27 mínútur og fékk 20 í framlagseinkunn sem er það hæsta hjá honum í Euroleague-deildinni í vetur.Alba Berlín vann leikinn 93-86 en Martin hitti úr 5 af 8 skotum sínum utan af velli og öllum fimm vítunum. Martin var næststigahæstur (Marcus Eriksson 22 sitg) og stoðsendingahæstur í sínu liði.Alba Berlín var þremur stigum undir við upphafi fjórða leikhlutans en vann hann 25-15 þar sem Martin var með átta af átján stigum sínum.Þetta er í annað skipti sem Martin bíður upp á flotta frammistöðu í Euroleague leik í Grikklandi en hann var líka mjög góður í dramatískum útisigri í framlengdum leik á móti Panathinaikos.Klippa: Martin Hermannsson fer á kostum í Euroleague

Í sigurleiknum á móti Panathinaikos var Martin með 20 stig og 10 stoðsendingar en það er í fyrsta og eina skiptið sem íslensku körfuboltamaður nær 20-10 leik í Euroleague.Tveir bestu leikir Martins á hans fyrsta tímabili í Euroleague hafa því báðir farið fram á grískri grundu og Grikkirnir vita örugglega hver íslenski bakvörðurinn er í dag.Martin er með 19,0 stig og 8 stoðsendingar að meðaltali í leikjunum sínum í Grikklandi.

Bestu leikir Martins til þessa í Euroleague deildinni 2019-20:Hæsta framlag í leik:

20 á útivelli á móti Olympiacos 14. janúar

18 á heimavelli á móti Rauðu Stjörnunni 19. nóvember

17 á útivelli á móti Panathinaikos 14. nóvember

17 á útivelli á móti Villeurbanne 20. desember

12 á útivelli á móti Fenerbahce 6. desember

12 á heimavelli á móti Maccabi Tel AvivFlest stig í leik:

20 á útivelli á móti Panathinaikos 14. nóvember

18 á heimavelli á móti Kirolbet Baskonia 26. desember

18 á útivelli á móti Olympiacos 14. janúar

17 á útivelli á móti Villeurbanne 20. desember

16 á heimavelli á móti Rauðu Stjörnunni 19. nóvember

16 á heimavelli á móti Maccabi Tel AvivFlestar stoðsendingar í leik:

11 á útivelli á móti Anadolu Efes 11. október

10 á útivelli á móti Panathinaikos 14. nóvember

9 á heimavelli á móti Zenit St Petersburg 4. október

7 á heimavelli á móti Olympiacos 21. nóvember

6 á útivelli á móti Olympiacos 14. janúar

6 á heimavelli á móti Bayern München  18. desember

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.