Körfubolti

Martin frábær í langþráðum sigri Alba í EuroLeague

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Martin Hermannsson var öflugur í kvöld
Martin Hermannsson var öflugur í kvöld vísir/getty

Alba Berlin vann langþráðan sigur í EuroLeague í kvöld þegar liðið sótti Panathinaikos heim í tvíframlengdum leik.

Martin Hermannsson var frábær fyrir lið Alba, stigahæstur með 20 stig og gaf þess að auki 10 stoðsendingar.

Leikurinn var æsispennandi og jafn mest allan tímann, það var aðeins í byrjun seinni hálfleiks sem Alba náði um tíu stiga forskoti.

Alba þurfti nauðsynlega á sigrinum að halda eftir að hafa aðeins náð í einn sigur úr fystur sjö leikjum sínum í EuroLeague.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.