"Kærastan óskaði mér til hamingju og ég kunni að meta það“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2020 09:00 Andri Fannar Baldursson hjálpaði Bologna liðinu að ná í stig. Skjámynd/Youtube-síða Bologna Fc 1909 Íslenski táningurinn Andri Fannar Baldursson er búinn að vinna sig upp í aðallið ítalska A-deildarliðsins Bologna og fékk sínar fyrstu mínútur með liðinu um síðustu helgi. Andri Fannar Baldursson hafði einu sinni áður verið í hóp í vetur en núna kom hann inn á völlinn þegar rétt rúmur hálftími var eftir og Bologna liðið einu marki undir. Sinisa Mihajlovic, knattspyrnustjóri Bologna, hefur mikla reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann sér eitthvað í hinum átján ára gamla Andra Fannari og henti honum í djúpu laugina með góðum árangri. Ítalskir fjölmiðlar hrósuðu Andra Fannari fyrir frammistöðu sína en eftir að hann kom inn á völlinn en Bologna tókst að skora í lok leiksins og tryggja sér jafntefli. Andri Fannar kom inn á fyrir Danann Andreas Skov Olsen en sá er aðeins tvítugur. „Það kom mér fyrst á óvart þegar ég fékk kallið en ég var klár í þetta og spenntur fyrir að fá tækifærið. Ég er ótrúlega ánægður með þetta. Ég ætla að halda áfram að bæta mig sem leikmaður og gera enn betur. Ég er hungraður í að fá fleiri tækifæri," sagði Andri Fannar í viðtali á heimasíðu Bologna. INTERVIEW "I'm hungry for more" Listen to #Baldursson's words after making his debuthttps://t.co/n28ZEG46Ku#WeAreOnepic.twitter.com/0BI27hSyNN— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) February 25, 2020 Andri Fannar fagnaði líka viðbrögðunum úr sínum innsta hring en þar var mikil gleði með að sjá hann stíga þetta risastóra skref á sínum ferli. „Kærastan mín, fjölskyldan, vinir og margir aðrir sendu mér skilaboð og óskuðu mér til hamingju og ég kunni að meta það. Þau voru virkilega ánægð með mig og sögðu mér að ég hefði staðið mig vel," sagði Andri Fannar sem er uppalinn hjá Breiðabliki en kom út til Bologna fyrir rúmu ári. Blikar lánuðu hans fyrst til ítalska félagsins í janúar en seldur hann svo til Bologan síðasta sumar. DEBUT Andri #Baldursson came on for his debut during #BolognaUdinese, becoming the 911 th player in Bologna's history and our first from Iceland! #WeAreOnepic.twitter.com/ZcEFwJEaCz— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) February 23, 2020 „Ég hef alltaf verið með boltann við fæturna síðan ég var lítill strákur og foreldrar mínir sendu mig á fótboltaæfingar þegar ég var fimm ára," sagði Andri Fannar í viðtalinu og hann kann mjög vel við sig í borginni. „Mér líst vel á borgina og félagið. Það kom mér á óvart og ég elska þetta. Það hafa allir tekið vel á móti mér hérna," sagði Andri en það er hægt að sjá hann í viðtalinu hér fyrir neðan. Andri Fannar á enn eftir að ná tökum á ítölskunni og viðtalið fór því fram á ensku. Hann endaði samt á því að senda kveðju á íslensku: „Takk kærlega fyrir stuðninginn, ég kann að meta þetta,“ sagði Andri Fannar en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Íslendingar erlendis Ítalski boltinn Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Íslenski táningurinn Andri Fannar Baldursson er búinn að vinna sig upp í aðallið ítalska A-deildarliðsins Bologna og fékk sínar fyrstu mínútur með liðinu um síðustu helgi. Andri Fannar Baldursson hafði einu sinni áður verið í hóp í vetur en núna kom hann inn á völlinn þegar rétt rúmur hálftími var eftir og Bologna liðið einu marki undir. Sinisa Mihajlovic, knattspyrnustjóri Bologna, hefur mikla reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann sér eitthvað í hinum átján ára gamla Andra Fannari og henti honum í djúpu laugina með góðum árangri. Ítalskir fjölmiðlar hrósuðu Andra Fannari fyrir frammistöðu sína en eftir að hann kom inn á völlinn en Bologna tókst að skora í lok leiksins og tryggja sér jafntefli. Andri Fannar kom inn á fyrir Danann Andreas Skov Olsen en sá er aðeins tvítugur. „Það kom mér fyrst á óvart þegar ég fékk kallið en ég var klár í þetta og spenntur fyrir að fá tækifærið. Ég er ótrúlega ánægður með þetta. Ég ætla að halda áfram að bæta mig sem leikmaður og gera enn betur. Ég er hungraður í að fá fleiri tækifæri," sagði Andri Fannar í viðtali á heimasíðu Bologna. INTERVIEW "I'm hungry for more" Listen to #Baldursson's words after making his debuthttps://t.co/n28ZEG46Ku#WeAreOnepic.twitter.com/0BI27hSyNN— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) February 25, 2020 Andri Fannar fagnaði líka viðbrögðunum úr sínum innsta hring en þar var mikil gleði með að sjá hann stíga þetta risastóra skref á sínum ferli. „Kærastan mín, fjölskyldan, vinir og margir aðrir sendu mér skilaboð og óskuðu mér til hamingju og ég kunni að meta það. Þau voru virkilega ánægð með mig og sögðu mér að ég hefði staðið mig vel," sagði Andri Fannar sem er uppalinn hjá Breiðabliki en kom út til Bologna fyrir rúmu ári. Blikar lánuðu hans fyrst til ítalska félagsins í janúar en seldur hann svo til Bologan síðasta sumar. DEBUT Andri #Baldursson came on for his debut during #BolognaUdinese, becoming the 911 th player in Bologna's history and our first from Iceland! #WeAreOnepic.twitter.com/ZcEFwJEaCz— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) February 23, 2020 „Ég hef alltaf verið með boltann við fæturna síðan ég var lítill strákur og foreldrar mínir sendu mig á fótboltaæfingar þegar ég var fimm ára," sagði Andri Fannar í viðtalinu og hann kann mjög vel við sig í borginni. „Mér líst vel á borgina og félagið. Það kom mér á óvart og ég elska þetta. Það hafa allir tekið vel á móti mér hérna," sagði Andri en það er hægt að sjá hann í viðtalinu hér fyrir neðan. Andri Fannar á enn eftir að ná tökum á ítölskunni og viðtalið fór því fram á ensku. Hann endaði samt á því að senda kveðju á íslensku: „Takk kærlega fyrir stuðninginn, ég kann að meta þetta,“ sagði Andri Fannar en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.
Íslendingar erlendis Ítalski boltinn Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira