Beinið brotnað ef ég hefði haldið áfram | Guðbjörg stefnir hátt í sumar Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2020 07:00 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sló Íslandsmetin í 100 og 200 metra hlaupi í fyrra og vill gera það sama í ár. mynd/frí Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Íslandsmethafi í 100 og 200 metra hlaupi, ætlar ekki að láta ristarmeiðsli stöðva sig í að ná markmiðum sínum á hlaupabrautinni í sumar. Guðbjörg Jóna er nú með myndarlega spelku utan um annan fótinn, eftir að hafa verið á hækjum síðustu tvær vikur, en hún losnar við umbúðirnar eftir mánuð. Meiðsli hennar stafa af beinbjúg í ristinni sem hún varð að bregðast við í kjölfar þess að hún vann til þrennra gullverðlauna á Reykjavíkurleikunum í byrjun þessa mánaðar. „Eftir Reykjavíkurleikana var ég komin með þokkalegan verk í ristina. Þá kíkti ég til sjúkraþjálfara sem sendi mig beint í myndatöku, og þá kom í ljós að ég er með beinbjúg í ristinni. Ég er búin að vera á hækjum í tvær vikur og er núna í svona „walking boot“ í fjórar. Þetta er alls ekki langur tími og ég er bara að hlaupa í sundi og gera þrekæfingar á meðan. Ég kem miklu sterkari tilbaka fyrir vikið held ég. Ég verð bara að passa mig að byrja varlega og síðan má ég hlaupa eitthvað í æfingabúðunum um páskana,“ segir Guðbjörg Jóna sem fer með liði ÍR til Spánar um páskana. Hún missti af Meistaramóti Íslands um síðustu helgi vegna meiðslanna. View this post on Instagram Get ekki beðið eftir því að hætta að hlaupa í sundi og fara á brautina! Næst á dagskrá er að negla á sumartímabilið A post shared by Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (@gudbjorgjonaa) on Feb 24, 2020 at 1:05pm PST Hún segir meiðslin í raun ekki hafa truflað sig á Reykjavíkurleikunum: „Þetta var bara allt í lagi, ég fann ekkert fyrir þessu nema um kvöldið og daginn eftir. Ég finn alls engan sársauka núna. Ég ákvað að segja stopp og taka ekki neina áhættu. Ef ég hefði haldið áfram þá hefði beinið líklegast brotnað og þá hefði sumarið verið farið,“ segir ÍR-ingurinn og bætir við: „Ég stefni ennþá á að bæta metin mín enn frekar í 100 og 200 metra hlaupi í sumar. Síðan er líka HM U20, þar sem ég er komin inn, og EM fullorðinna sem ég stefni á að ná lágmarki fyrir.“ Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Guðbjörg bætti tveggja tíma gamalt Íslandsmet Tiönu Stelpurnar að hlaupa frábærlega í Þýskalandi. 29. júní 2019 16:15 Guðbjörg Jóna jafnaði sitt eigið met og Kristján Viggó bætti 23 ára gamalt met ÍR-ingurinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir jafnaði eigin aldursflokkamet í 200 metra hlaupi kvenna á Stórmóti ÍR í dag þegar hún hljóp á 24,05 sekúndum. Það var ekki eina aldursflokkametið á mótinu. 19. janúar 2020 16:50 Guðbjörg Jóna með þrjú gullverðlaun á Reykjavíkurleikunum Frjálsíþróttakonan efnilega, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, gerði sér lítið fyrir og náði í þrjú gull á Reykjavíkurleikunum í dag. 2. febrúar 2020 18:12 Þessi fengu atkvæði í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019 Alls fengu 24 íþróttamenn stig í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019. 28. desember 2019 21:15 Guðbjörg og Hilmar frjálsíþróttafólk ársins Kjörið var kunngjört í gærkvöldi. 23. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sjá meira
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Íslandsmethafi í 100 og 200 metra hlaupi, ætlar ekki að láta ristarmeiðsli stöðva sig í að ná markmiðum sínum á hlaupabrautinni í sumar. Guðbjörg Jóna er nú með myndarlega spelku utan um annan fótinn, eftir að hafa verið á hækjum síðustu tvær vikur, en hún losnar við umbúðirnar eftir mánuð. Meiðsli hennar stafa af beinbjúg í ristinni sem hún varð að bregðast við í kjölfar þess að hún vann til þrennra gullverðlauna á Reykjavíkurleikunum í byrjun þessa mánaðar. „Eftir Reykjavíkurleikana var ég komin með þokkalegan verk í ristina. Þá kíkti ég til sjúkraþjálfara sem sendi mig beint í myndatöku, og þá kom í ljós að ég er með beinbjúg í ristinni. Ég er búin að vera á hækjum í tvær vikur og er núna í svona „walking boot“ í fjórar. Þetta er alls ekki langur tími og ég er bara að hlaupa í sundi og gera þrekæfingar á meðan. Ég kem miklu sterkari tilbaka fyrir vikið held ég. Ég verð bara að passa mig að byrja varlega og síðan má ég hlaupa eitthvað í æfingabúðunum um páskana,“ segir Guðbjörg Jóna sem fer með liði ÍR til Spánar um páskana. Hún missti af Meistaramóti Íslands um síðustu helgi vegna meiðslanna. View this post on Instagram Get ekki beðið eftir því að hætta að hlaupa í sundi og fara á brautina! Næst á dagskrá er að negla á sumartímabilið A post shared by Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (@gudbjorgjonaa) on Feb 24, 2020 at 1:05pm PST Hún segir meiðslin í raun ekki hafa truflað sig á Reykjavíkurleikunum: „Þetta var bara allt í lagi, ég fann ekkert fyrir þessu nema um kvöldið og daginn eftir. Ég finn alls engan sársauka núna. Ég ákvað að segja stopp og taka ekki neina áhættu. Ef ég hefði haldið áfram þá hefði beinið líklegast brotnað og þá hefði sumarið verið farið,“ segir ÍR-ingurinn og bætir við: „Ég stefni ennþá á að bæta metin mín enn frekar í 100 og 200 metra hlaupi í sumar. Síðan er líka HM U20, þar sem ég er komin inn, og EM fullorðinna sem ég stefni á að ná lágmarki fyrir.“
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Guðbjörg bætti tveggja tíma gamalt Íslandsmet Tiönu Stelpurnar að hlaupa frábærlega í Þýskalandi. 29. júní 2019 16:15 Guðbjörg Jóna jafnaði sitt eigið met og Kristján Viggó bætti 23 ára gamalt met ÍR-ingurinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir jafnaði eigin aldursflokkamet í 200 metra hlaupi kvenna á Stórmóti ÍR í dag þegar hún hljóp á 24,05 sekúndum. Það var ekki eina aldursflokkametið á mótinu. 19. janúar 2020 16:50 Guðbjörg Jóna með þrjú gullverðlaun á Reykjavíkurleikunum Frjálsíþróttakonan efnilega, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, gerði sér lítið fyrir og náði í þrjú gull á Reykjavíkurleikunum í dag. 2. febrúar 2020 18:12 Þessi fengu atkvæði í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019 Alls fengu 24 íþróttamenn stig í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019. 28. desember 2019 21:15 Guðbjörg og Hilmar frjálsíþróttafólk ársins Kjörið var kunngjört í gærkvöldi. 23. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sjá meira
Guðbjörg bætti tveggja tíma gamalt Íslandsmet Tiönu Stelpurnar að hlaupa frábærlega í Þýskalandi. 29. júní 2019 16:15
Guðbjörg Jóna jafnaði sitt eigið met og Kristján Viggó bætti 23 ára gamalt met ÍR-ingurinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir jafnaði eigin aldursflokkamet í 200 metra hlaupi kvenna á Stórmóti ÍR í dag þegar hún hljóp á 24,05 sekúndum. Það var ekki eina aldursflokkametið á mótinu. 19. janúar 2020 16:50
Guðbjörg Jóna með þrjú gullverðlaun á Reykjavíkurleikunum Frjálsíþróttakonan efnilega, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, gerði sér lítið fyrir og náði í þrjú gull á Reykjavíkurleikunum í dag. 2. febrúar 2020 18:12
Þessi fengu atkvæði í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019 Alls fengu 24 íþróttamenn stig í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019. 28. desember 2019 21:15
Guðbjörg og Hilmar frjálsíþróttafólk ársins Kjörið var kunngjört í gærkvöldi. 23. nóvember 2019 21:00