Allt á floti þegar sjór gekk á land á Siglufirði í dag Eiður Þór Árnason skrifar 10. febrúar 2020 18:45 Mikið gekk á við höfnina. Skjáskot Sjór gekk á land á Siglufirði í dag og má með sanni segja að allt hafi verið á floti við höfnina í bænum þar sem vegur fór meðal annars undir vatn. Hafnarstarfsmenn áttu í fullu fangi með gera flóðvarnargarða úr snjó til að reyna að bjarga verðmætum. Guðmundur Gauti Sveinsson starfar á hafnarsvæðinu og segist aldrei hafa upplifað annað eins þó hann hafi vissulega séð sjó flæða inn í bæinn áður.Sjá einnig: Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs: „Þetta er bara eins og stórfljót“ „Það hefur komið svona flóð áður, það hefur flætt þarna upp fyrir en ekkert í líkingu hreinlega við það sem var núna, svona svakalegt.“ Hann tók upp símann og skrásetti aðstæður við höfnina fyrir hádegi í dag. Svo merkilegt telst myndbandið að Veðurstofan hafði síðar samband við Guðmund og óskaði eftir því að fá að varðveita það sem heimild. Von á frekari flóðum í kvöld Í samtali við Vísi nú á sjötta tímanum segir Guðmundur að sjávarstaðan sé nú orðin góð og að allt sé komið í samt horf. Þó megi reikna með frekari flóðum á Siglufirði síðar í kvöld en það verður að öllum líkindum ekki eins slæmt og í dag. Guðmundur Gauti Sveinsson starfar hjá fiskmarkaðnum á Siglufirði.Aðsend Guðmundur segist hafa fengið þær skýringar hjá Veðurstofunni að flóðin skýrist af óvenjulega hárri sjávarstöðu í firðinum vegna lægðar sem gangi nú yfir landið. Veðrið ætti hins vegar að fara að lagast og draga á úr vindi í kvöld. Ekkert tjón hlaust af flóðunum í dag að sögn Guðmundar. Ekki neitt tjón „Ég held að það hafi ekki orðið neitt tjón neins staðar, þetta var bara meira sjónarspil heldur en hitt. Ef það hefði verið eitthvað veður með þessu þá hefðum við getað lent töluvert verr í þessu. Þetta slapp rosalega vel.“ Guðmundur veit ekki til þess að gripið verði til frekari ráðstafana við höfnina áður en næsta flóð skelli á síðar í kvöld. Erfitt sé að bregðast við slíkum sjógangi en hafnarstarfsmenn notuðust í dag við vinnuvélar eins og fyrr segir til að gera nokkurs konar varðargarða úr snjó. Var það einkum gert til þess að verja bílvogina á höfninni frá skemmdum og standa þeir skaflar enn. Fjallabyggð Veður Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Sjór gekk á land á Siglufirði í dag og má með sanni segja að allt hafi verið á floti við höfnina í bænum þar sem vegur fór meðal annars undir vatn. Hafnarstarfsmenn áttu í fullu fangi með gera flóðvarnargarða úr snjó til að reyna að bjarga verðmætum. Guðmundur Gauti Sveinsson starfar á hafnarsvæðinu og segist aldrei hafa upplifað annað eins þó hann hafi vissulega séð sjó flæða inn í bæinn áður.Sjá einnig: Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs: „Þetta er bara eins og stórfljót“ „Það hefur komið svona flóð áður, það hefur flætt þarna upp fyrir en ekkert í líkingu hreinlega við það sem var núna, svona svakalegt.“ Hann tók upp símann og skrásetti aðstæður við höfnina fyrir hádegi í dag. Svo merkilegt telst myndbandið að Veðurstofan hafði síðar samband við Guðmund og óskaði eftir því að fá að varðveita það sem heimild. Von á frekari flóðum í kvöld Í samtali við Vísi nú á sjötta tímanum segir Guðmundur að sjávarstaðan sé nú orðin góð og að allt sé komið í samt horf. Þó megi reikna með frekari flóðum á Siglufirði síðar í kvöld en það verður að öllum líkindum ekki eins slæmt og í dag. Guðmundur Gauti Sveinsson starfar hjá fiskmarkaðnum á Siglufirði.Aðsend Guðmundur segist hafa fengið þær skýringar hjá Veðurstofunni að flóðin skýrist af óvenjulega hárri sjávarstöðu í firðinum vegna lægðar sem gangi nú yfir landið. Veðrið ætti hins vegar að fara að lagast og draga á úr vindi í kvöld. Ekkert tjón hlaust af flóðunum í dag að sögn Guðmundar. Ekki neitt tjón „Ég held að það hafi ekki orðið neitt tjón neins staðar, þetta var bara meira sjónarspil heldur en hitt. Ef það hefði verið eitthvað veður með þessu þá hefðum við getað lent töluvert verr í þessu. Þetta slapp rosalega vel.“ Guðmundur veit ekki til þess að gripið verði til frekari ráðstafana við höfnina áður en næsta flóð skelli á síðar í kvöld. Erfitt sé að bregðast við slíkum sjógangi en hafnarstarfsmenn notuðust í dag við vinnuvélar eins og fyrr segir til að gera nokkurs konar varðargarða úr snjó. Var það einkum gert til þess að verja bílvogina á höfninni frá skemmdum og standa þeir skaflar enn.
Fjallabyggð Veður Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira