Innlent

Allir í­búar á höfuð­borgar­svæðinu komnir aftur með heitt vatn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hluti höfuðborgarsvæðisins er heitavatnslaus.
Hluti höfuðborgarsvæðisins er heitavatnslaus. Vísir/Vilhelm

Heitavatnslaust var í efri byggðum á höfuðborgarsvæðinu um nokkurt skeið í kvöld. Allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera komnir með heitt vatn á ný nú á níunda tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veitum.

Rétt fyrir klukkan sex varð mikið spennuflökt á flutningskerfi Landsnets og hafði það áhrif á rafdreifikerfi Veitna. Rafmagn fór af í örstutta stund en dælum í hitaveitu á höfuðborgarsvæðinu slóg út, svo heitavatnslaust varð hjá íbúum í efri byggðum.

Í tilkynningu frá veitum segir að vel hafi gengið að koma dælum aftur í gagnið en þegar því verki var að ljúka kom annar skellur á kerfið svo dælunum sló aftur út. Þær voru ræstar á ný og allir komnir aftur með heitt vatn á níunda tímanum.

Fréttin var uppfærð klukkan 20:43 með nýjustu upplýsingum frá Veitum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.