Reyndi að vera „karlalegur“ stangarstökkvari en er kona Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2020 22:30 Martin Eriksson var fremsti stangarstökkvari Svía á sínum tíma og vann silfur á EM innanhúss. vísir/getty Martin Eriksson var frjálsíþróttastjarna í Svíþjóð í kringum aldamótin en kæfði á sama tíma niður löngunina til að viðurkenna að Martin væri í raun kvenkyns. Í dag heitir þessi fyrrverandi EM-silfurverðlaunahafi í stangarstökki ekki Martin heldur Veronica. Hún er 48 ára gömul, gift og á tvö börn, og segir þungu fargi af sér létt að hafa loksins fengið kyn sitt leiðrétt. Hún hafi í raun afar lengi vitað að hún væri kona og til að mynda viljað klæðast „stelpufötum“ þegar hún var barn. „Ég á mjög snemma minningar um þetta en svo var ég í íþróttunum og þá er maður frekar karlalegur. Það er kannski algengt hjá transkonum að reyna að vera „macho“ til að leyna þessu. Ég reyndi að vera sérstaklega karlaleg,“ sagði Eriksson í hlaðvarpsþættinum Kommentatorerna. „Ég birgði þetta inni en fannst ég þurfa að koma út og þegar ferlinum var lokið fór ég að hugsa um það af alvöru. En ég efaðist samt um að ég gæti verið trans því það virtist svo ótrúlegt. Mér fannst það ekki geta gengið, en svo fann ég þetta sterkar og sterkar. En árin liðu og ég ýtti þessu frá mér,“ segir Eriksson, sem keppti á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 og átti Svíþjóðarmetið í stangarstökki (5,80 metra). Metið er nú í eigu nýstirnisins Armand Duplantis sem bætti heimsmetið fyrr í þessum mánuði og svo aftur í dag með 6,18 metra stökki. Að lokum tókst Eriksson að viðurkenna hvað hún raunlega vildi og með stuðningi eiginkonu sinnar er hún nú búin að ganga í gegnum hormónameðferð, fara í andlitsaðgerð og leiðrétta kyn sitt í skrám yfirvalda. Hún segir það hafa verið mun auðveldara að segja vinum og vinnufélögum fréttirnar en hún gerði ráð fyrir: „Það var á endanum mjög auðvelt að koma út úr skápnum sem transkona. Það er örugglega erfiðara að koma út sem samkynhneigður einstaklingur,“ sagði Eriksson. Á meðan á frjálsíþróttaferlinum stóð kvaðst hún þó ekki hafa getað leiðrétt kyn sitt: „Það var ekki eitthvað sem ég gat ímyndað mér að ég myndi gera, en eftir á að hyggja hefði verið gott að komast þá þegar út úr skápnum. En þá hefði frjálsíþróttaferlinum væntanlega verið lokið. Þá hefði ég ekki getað stokkið,“ sagði Eriksson. Frjálsar íþróttir Hinsegin Svíþjóð Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Martin Eriksson var frjálsíþróttastjarna í Svíþjóð í kringum aldamótin en kæfði á sama tíma niður löngunina til að viðurkenna að Martin væri í raun kvenkyns. Í dag heitir þessi fyrrverandi EM-silfurverðlaunahafi í stangarstökki ekki Martin heldur Veronica. Hún er 48 ára gömul, gift og á tvö börn, og segir þungu fargi af sér létt að hafa loksins fengið kyn sitt leiðrétt. Hún hafi í raun afar lengi vitað að hún væri kona og til að mynda viljað klæðast „stelpufötum“ þegar hún var barn. „Ég á mjög snemma minningar um þetta en svo var ég í íþróttunum og þá er maður frekar karlalegur. Það er kannski algengt hjá transkonum að reyna að vera „macho“ til að leyna þessu. Ég reyndi að vera sérstaklega karlaleg,“ sagði Eriksson í hlaðvarpsþættinum Kommentatorerna. „Ég birgði þetta inni en fannst ég þurfa að koma út og þegar ferlinum var lokið fór ég að hugsa um það af alvöru. En ég efaðist samt um að ég gæti verið trans því það virtist svo ótrúlegt. Mér fannst það ekki geta gengið, en svo fann ég þetta sterkar og sterkar. En árin liðu og ég ýtti þessu frá mér,“ segir Eriksson, sem keppti á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 og átti Svíþjóðarmetið í stangarstökki (5,80 metra). Metið er nú í eigu nýstirnisins Armand Duplantis sem bætti heimsmetið fyrr í þessum mánuði og svo aftur í dag með 6,18 metra stökki. Að lokum tókst Eriksson að viðurkenna hvað hún raunlega vildi og með stuðningi eiginkonu sinnar er hún nú búin að ganga í gegnum hormónameðferð, fara í andlitsaðgerð og leiðrétta kyn sitt í skrám yfirvalda. Hún segir það hafa verið mun auðveldara að segja vinum og vinnufélögum fréttirnar en hún gerði ráð fyrir: „Það var á endanum mjög auðvelt að koma út úr skápnum sem transkona. Það er örugglega erfiðara að koma út sem samkynhneigður einstaklingur,“ sagði Eriksson. Á meðan á frjálsíþróttaferlinum stóð kvaðst hún þó ekki hafa getað leiðrétt kyn sitt: „Það var ekki eitthvað sem ég gat ímyndað mér að ég myndi gera, en eftir á að hyggja hefði verið gott að komast þá þegar út úr skápnum. En þá hefði frjálsíþróttaferlinum væntanlega verið lokið. Þá hefði ég ekki getað stokkið,“ sagði Eriksson.
Frjálsar íþróttir Hinsegin Svíþjóð Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira