Alfreð Gíslason nýr landsliðsþjálfari Þýskalands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 15:54 Alfreð Gíslson fagnar titli með Kiel Getty/Martin Rose Alfreð Gíslson var í dag tilkynntur sem nýr þjálfari þýska landsliðsins í handbolta en hann mun taka við starfinu 9. mars næstkomandi. Fyrsti landsleikur Þjóðverjar undir stjórn Alfreðs verður „Íslendingaslagur“ en Þjóðverjar mæta þá Hollandi 13. mars. Erlingur Richardsson er þjálfari Hollendinga. Alfreð Gíslason hætti með Kiel síðasta vor eftir ellefu ára starf. Hann hafði þjálfað í þýsku deildinni samfellt frá árinu 1997. +++ Breaking News +++ Trainer-Wechsel beim DHB: Alfred Gislason ist neuer Bundestrainer der Männer-Nationalmannschaft. Alle Infos ⤵ #aufgehtsDHB#Handballhttps://t.co/1ORxJbqe53— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) February 6, 2020 Fyrsta stóra verkefni Alfreðs með þýska landsliðið verður að koma þýska landsliðinu á Ólympíuleikana í Tókýó. Þýskaland er í riðli með Svíþjóð, Slóveníu og Alsír í umspilinu og tvær þjóðir komast áfram. Umspilið fer fram frá 17. til 19. apríl og ferill riðill Þjóðverja fram í Berlín. Þetta verður annað landsliðsþjálfarastarf Alfreðs á þjálfaraferlinum en hann stýrði íslenska landsliðinu frá 2006 til 2008. Samningur Alfreðs er til tveggja ára eða fram yfir Evrópumótið í Ungverjalandi og Slóvakíu í ársbyrjun 2022. Alfreð er einn sigursælasti þjálfari í sögu þýsku deildarinnar. Hann vann þýska titilinn sjö sinnum með Kiel (6) og Magdeburg (1) og þýsku bikarkeppnina sex sinnum þar af á síðasta tímabili sínu með Kiel. Alfreð vann einnig Meistaradeildina þrisvar sinnum, árið 2002 með Magdeburg og árin 2010 og 2012 með Kiel. Alfreð Gíslason er annar Íslendingurinn sem þjálfar þýska landsliðið því Dagur Sigurðsson þjálfaði það frá 15. september 2014 til 31. janúar 2017. Dagur gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum árið 2016 og liðið vann brons á Ólympíuleikunum sama ár. Alfreð tekur við starfi Christian Prokop sem hefur farið með þýska landsliðið á síðustu þrjú stórmót. Þjóðverjar lentu undir hans stjórn í 9. sæti á EM 2018, í 4. sæti á HM 2019 og nú síðast í 5. sæti á EM 2020 eftir sigur á Portúgal í leiknum um fimmta sætið. Handbolti Íslendingar erlendis Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Þýskaland Þýski handboltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Alfreð Gíslson var í dag tilkynntur sem nýr þjálfari þýska landsliðsins í handbolta en hann mun taka við starfinu 9. mars næstkomandi. Fyrsti landsleikur Þjóðverjar undir stjórn Alfreðs verður „Íslendingaslagur“ en Þjóðverjar mæta þá Hollandi 13. mars. Erlingur Richardsson er þjálfari Hollendinga. Alfreð Gíslason hætti með Kiel síðasta vor eftir ellefu ára starf. Hann hafði þjálfað í þýsku deildinni samfellt frá árinu 1997. +++ Breaking News +++ Trainer-Wechsel beim DHB: Alfred Gislason ist neuer Bundestrainer der Männer-Nationalmannschaft. Alle Infos ⤵ #aufgehtsDHB#Handballhttps://t.co/1ORxJbqe53— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) February 6, 2020 Fyrsta stóra verkefni Alfreðs með þýska landsliðið verður að koma þýska landsliðinu á Ólympíuleikana í Tókýó. Þýskaland er í riðli með Svíþjóð, Slóveníu og Alsír í umspilinu og tvær þjóðir komast áfram. Umspilið fer fram frá 17. til 19. apríl og ferill riðill Þjóðverja fram í Berlín. Þetta verður annað landsliðsþjálfarastarf Alfreðs á þjálfaraferlinum en hann stýrði íslenska landsliðinu frá 2006 til 2008. Samningur Alfreðs er til tveggja ára eða fram yfir Evrópumótið í Ungverjalandi og Slóvakíu í ársbyrjun 2022. Alfreð er einn sigursælasti þjálfari í sögu þýsku deildarinnar. Hann vann þýska titilinn sjö sinnum með Kiel (6) og Magdeburg (1) og þýsku bikarkeppnina sex sinnum þar af á síðasta tímabili sínu með Kiel. Alfreð vann einnig Meistaradeildina þrisvar sinnum, árið 2002 með Magdeburg og árin 2010 og 2012 með Kiel. Alfreð Gíslason er annar Íslendingurinn sem þjálfar þýska landsliðið því Dagur Sigurðsson þjálfaði það frá 15. september 2014 til 31. janúar 2017. Dagur gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum árið 2016 og liðið vann brons á Ólympíuleikunum sama ár. Alfreð tekur við starfi Christian Prokop sem hefur farið með þýska landsliðið á síðustu þrjú stórmót. Þjóðverjar lentu undir hans stjórn í 9. sæti á EM 2018, í 4. sæti á HM 2019 og nú síðast í 5. sæti á EM 2020 eftir sigur á Portúgal í leiknum um fimmta sætið.
Handbolti Íslendingar erlendis Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Þýskaland Þýski handboltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira