Sport

Sex af tíu bestu í heimi hafa nú hætt við þátttöku á Opna bandaríska

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Simona Halep með bikarinn sem hún vann á Opna Prag meistaramótinu um helgina.
Simona Halep með bikarinn sem hún vann á Opna Prag meistaramótinu um helgina. Getty/Martin Sidorjak

Simona Halep er enn ein út hópi bestu tenniskvenna heims sem ætla ekki að taka þátt á Opna bandaríska risamótinu í tennis vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Hin rúmenska Simona Halep er númer tvö á heimslistanum og er sú sjötta á topp tíu heimslistans sem verður ekki með.

Opna bandaríska meistaramótið í tennis byrjar 31. ágúst en það verður spilað án áhorfenda í ár vegna COVID-19.

„Ég hef alltaf sagt að heilsan myndi alltaf ráða úrslitum í minni ákvörðun,“ sagði Simona Halep. Hún er 28 ára gömul og tryggði sér á Opna Prag mótinu um helgina.

Simona Halep ætlar ekki að ferðast til Bandaríkjanna heldur undirbúa sig fyrir keppni á Opna franska meistaramótinu sem hefst 27. september næstkomandi.

Bianca Andreescu frá Kanada vann Opna bandaríska mótið í fyrra og hin ástralska Ashleigh Barty er efst á heimslistanum. Þær verða hvorugar með ekki frekar en þær Elina Svitolina frá Úkraínu, Kiki Bertens frá Hollandi og Belinda Bencic frá Sviss.

Það verða samt stjörnur með á mótinu. Serena Williams verður með sem og Naomi Osaka, sem vann mótið 2018, Sofia Kenin sem vann Opna ástralska mótið í byrjun ársins og hin tékkneska Karolina Pliskova sem er númer þrjú á heimslistanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×