Bíó og sjónvarp

Tekur við hlut­verki Díönu í síðustu þátta­röðum The Crown

Atli Ísleifsson skrifar
Hin 29 ára Elizabeth Debicki hefur áður vakið athygli fyrir hlutverk sín, meðal annars í myndinni The Great Gatsby og spennuþáttaröðinni The Night Manager.
Hin 29 ára Elizabeth Debicki hefur áður vakið athygli fyrir hlutverk sín, meðal annars í myndinni The Great Gatsby og spennuþáttaröðinni The Night Manager. Getty

Ástralska leikkonan Elizabeth Debicki mun fara með hlutverk Díönu prinsessu í síðustu tveimur þáttaröðum The Crown.

„Andi Díönu prinsessu, orð og gjörðir, lifa inn í hjörtum svo margra,“ segir hin 29 ára Debicki í yfirlýsingu.

Hún mun taka við hlutverkinu af Emmu Corrin sem mun túlka prinsessuna í fjórðu þáttaröð The Crown sem frumsýnd verður á Netflix síðar á árinu.

Debicki hefur áður vakið athygli fyrir hlutverk sín, meðal annars í myndinni The Great Gatsby og spennuþáttaröðinni The Night Manager. Þá fer hún jafnframt með hlutverk í nýrri mynd Christopher Nolan, Tenet.

Búist er við að fimmta þáttaröð The Crown, sem fjallar um ævi Elísabetar II drottningar, verði frumsýnd árið 2022 og sú sjötta og síðasta árið 2023.

Imelda Staunton mun fara með hlutverk Elísabetar drottningar í síðustu tveimur þáttaröðunum, en í síðustu viku var greint frá því að velski leikarinn Jonathan Pryce færi með hlutverk Filippusar prins, eiginmanns drottningar.


Tengdar fréttir

Mun fara með hlut­verk Filippusar í The Crown

Velski leikarinn Jonathan Pryce hefur verið falið að fara með hlutverk Filippusar prins, eiginmanns Elísabetar drottningar, í fimmtu og sjöttu þáttaröð þáttanna The Crown.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×