Sport

Sextán ára gamalt heimsmet féll

Ísak Hallmundarson skrifar
Heimsmethafinn og heimsmetið.
Heimsmethafinn og heimsmetið. getty/Matthias Hangst

Joshua Cheptegei frá Úganda setti nýtt heimsmet í 5000 metra hlaupi karla í Mónakó í gær.

Hann kom í mark á tímanum 12:35,36 en heimsmet Eþíópíumannsins Kenenisa Bekele frá árinu 2004 var 12:37,35. 

Þetta er annað heimsmet Cheptegei í Mónakó á þessu ári en hann sló heimsmetið í 5km vegahlaupi í febrúar fyrr á þessu ári. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.