Sport

Fimmtán ára sló meistarann úr leik | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Coco Gauff verður ekki 16 ára fyrr en 13. mars.
Coco Gauff verður ekki 16 ára fyrr en 13. mars. vísir/getty

Hin 15 ára Coco Gauff er komin áfram í 4. umferð Opna ástralska meistaramótsins í tennis eftir sigur á meistaranum Naomi Osaka.

Gauff gerði sér lítið fyrir og vann Osaka í tveimur settum, 6-3 og 6-4.

Gauff skaust fram á sjónarsviðið þegar hún sigraði Venus Williams í 1. umferð á Wimbledon í fyrra. Hún er sú yngsta sem hefur komist í aðalkeppnina á Wimbledon í sögu mótsins.

Þetta er í fyrsta sinn sem Gauff vinnur andstæðing sem er á meðal fimm efstu á heimslistanum. Osaka situr í 4. sæti hans.

Þetta var aðeins annar leikur Gauffs og Osakas en sú síðarnefnda vann viðureign þeirra á Opna bandaríska í fyrra.

Osaka hrósaði sigri á Opna ástralska í fyrra en titilvörnin var heldur endaslepp hjá þeirri japönsku.

Í 4. umferðinni mætir Gauff annað hvort Zhang Shaui eða Sofiu Kenin.

Klippa: Unglingur sigraði meistarann

 

 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.