Aprílgabbi frestað Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 25. janúar 2020 09:00 Hvað sem borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna reynir að kjafta sig út úr leikskólamálinu, þá breytir það því ekki að skerðing þjónustunnar átti að hefjast 1. apríl. Að öðrum kosti hefði sú dagsetning ekki verið nefnd. Það var ekki borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna sem komu málinu á dagskrá borgarstjórnarfundar þann 20. janúar sl. Heldur komst málið á dagskrá þar sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til á þeim fundi að hætt yrði við þessa þjónustuskerðingu. Það var ekki fyrr en á þeim fundi sem borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna taldi það nauðsynlegt að fram færi ítarlegt mat á jafnréttislegum áhrifum þjónustuskerðingarinnar áður en hún ætti sér stað. Ásamt samráði við fulltrúa foreldra leikskólabarna. En þeim hópi var haldið frá samráði þegar meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna í skóla og frístundaráði borgarinnar lagði til þessa að þjónustuskerðingu. Það er þó ekki hægt að halda því fram að eingöngu vegna tillögu borgarstjórnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hafi það verið ákveðið að vinna málið betur. Heldur var það fyrst og fremst vegna þess að baklönd Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna loguðu stafna á milli vegna málsins. Borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna tók ekki afstöðu til tillögunnar, heldur vísuðu henni til borgarráðs, eins og sami borgarstjórnarmeirihluti hafði gert í skóla og frístundaráði. Það að ekki hafi verið ákveðið að hætta við þjónustuskerðinguna, heldur framkvæma hana að loknu jafnréttismati og auknu samráði, vekur upp þær spurningar hvort að saga þess samráðs verði á sama veg og svokallað samráð við foreldra grunnskólabarna í Grafarvogi, þar sem samráðið var í formi tilkynningar um ákvörðun sem þá þegar hafði verið tekin, en ekki til þess að hlusta á og taka tillit til sjónarmiða foreldra grunnskólabarna í hverfinu. Það virðist nefnilega ekki vera svo, eins og dæmin sanna, að í bókum borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna að samráð sé leið til þess að ná sameiginlegri niðurstöðu um mál. Að lokum má svo í ljósi þess að borgarstjórn er farin að funda aftur reglulega eftir jólaleyfi má spyrja af hverju afgreiða átti jafn stórt mál og skerðingu á þjónustu leikskólanna á lokuðum fundi borgarráðs. Þar sem jafnvel væri hægt að taka ákvörðun um að bókanir vegna málsins færu í svokallaða trúnaðarbók og kæmu ekki fram í fundargerð borgarráðs, í stað þess að málið væri tekið fyrir á fundi borgarstjórnar. Þar sem allir þeir sem vildu gætu fylgst með framvindu málsins í meðferð borgarstjórnar. Höfundur er varaformaður Verkalýðraðs Sjalfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Hvað sem borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna reynir að kjafta sig út úr leikskólamálinu, þá breytir það því ekki að skerðing þjónustunnar átti að hefjast 1. apríl. Að öðrum kosti hefði sú dagsetning ekki verið nefnd. Það var ekki borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna sem komu málinu á dagskrá borgarstjórnarfundar þann 20. janúar sl. Heldur komst málið á dagskrá þar sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til á þeim fundi að hætt yrði við þessa þjónustuskerðingu. Það var ekki fyrr en á þeim fundi sem borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna taldi það nauðsynlegt að fram færi ítarlegt mat á jafnréttislegum áhrifum þjónustuskerðingarinnar áður en hún ætti sér stað. Ásamt samráði við fulltrúa foreldra leikskólabarna. En þeim hópi var haldið frá samráði þegar meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna í skóla og frístundaráði borgarinnar lagði til þessa að þjónustuskerðingu. Það er þó ekki hægt að halda því fram að eingöngu vegna tillögu borgarstjórnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hafi það verið ákveðið að vinna málið betur. Heldur var það fyrst og fremst vegna þess að baklönd Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna loguðu stafna á milli vegna málsins. Borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna tók ekki afstöðu til tillögunnar, heldur vísuðu henni til borgarráðs, eins og sami borgarstjórnarmeirihluti hafði gert í skóla og frístundaráði. Það að ekki hafi verið ákveðið að hætta við þjónustuskerðinguna, heldur framkvæma hana að loknu jafnréttismati og auknu samráði, vekur upp þær spurningar hvort að saga þess samráðs verði á sama veg og svokallað samráð við foreldra grunnskólabarna í Grafarvogi, þar sem samráðið var í formi tilkynningar um ákvörðun sem þá þegar hafði verið tekin, en ekki til þess að hlusta á og taka tillit til sjónarmiða foreldra grunnskólabarna í hverfinu. Það virðist nefnilega ekki vera svo, eins og dæmin sanna, að í bókum borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna að samráð sé leið til þess að ná sameiginlegri niðurstöðu um mál. Að lokum má svo í ljósi þess að borgarstjórn er farin að funda aftur reglulega eftir jólaleyfi má spyrja af hverju afgreiða átti jafn stórt mál og skerðingu á þjónustu leikskólanna á lokuðum fundi borgarráðs. Þar sem jafnvel væri hægt að taka ákvörðun um að bókanir vegna málsins færu í svokallaða trúnaðarbók og kæmu ekki fram í fundargerð borgarráðs, í stað þess að málið væri tekið fyrir á fundi borgarstjórnar. Þar sem allir þeir sem vildu gætu fylgst með framvindu málsins í meðferð borgarstjórnar. Höfundur er varaformaður Verkalýðraðs Sjalfstæðisflokksins.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun