Innlent

Býst fast­lega við því að verk­fallið verði sam­þykkt

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm

Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg lauk nú klukkan tólf. Átján hundruð manns eru kjörskrá. Formaður Eflingar bjóst við því í hádeginu að kjörsókn næði sextíu prósentum.

Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir þá kröfu um að lægstu laun hækki um rúmlega hundrað og fjörutíu þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, það er til loka árs 2022.

Atkvæðagreiðslan fór fram rafrænt en utankjörfundaratkvæði voru greidd upp á gamla mátann, með blaði og penna. Enn á því eftir að telja þau og ættu úrslit að vera ljós nú síðdegis.

Sólveig Anna Jónsdóttir sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar, þar sem hún ræddi við fréttamann í húsakynnum Eflingar í beinni útsendingu, að kjörsókn væri mjög góð.

„Ég hugsa að við förum yfir sextíu prósent þegar við erum búin að telja og fara í gegnum þetta allt saman,“ sagði Sólveig Anna.

„Verði þetta samþykkt, sem ég á fastlega von á, þá er fyrsti verkfallsdagur 4. febrúar. Þá leggjum við niður störf 12:30 og verðum í verkfalli til tólf á miðnætti. Leikskólastarfsfólk, starfsfólk á hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu mun þá fara í verkfall.“

Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar ræddi verkfallið og kjör félagsmanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hér að neðan má hlusta á fyrri hluta viðtalsins við hann.

Og hér að neðan má finna seinni hluta viðtalsins við Viðar úr Sprengisandi.


Tengdar fréttir

Efling vill ræða beint við borgar­stjóra

Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×