Ökuskírteini brátt aðgengileg í síma Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. janúar 2020 16:56 Hefðbundið íslenskt ökuskírteini. Það verður fljótlega aðgengilegt á stafrænu formi. Vísir/KTD Stafræn íslensk ökuskírteini líta dagsins ljós í vor. Þau verða aðgengileg úr farsímum og mun þessu að líkindum fylgja þægindi fyrir fólk, að mati dómsmálaráðherra, enda síminn oft með í för. Frá þessu greindi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir á Twitter-síðu sinni nú síðdegis. Þar segir hún jafnframt að unnið hafi verið að gerð stafrænna ökuskírteina á síðustu mánuðum, sú vinna hafi verið á borði Stafræns Íslands og Ríkislögreglustjóra. Snjallsímaþjónustu sé sífellt að verða öruggari sem gerir mögulegt að gefa út ökuskírteini á öðru formi en hinu hefðbundna plasti. Þannig urðu Norðmenn fyrsta ríkið í Evrópu til að bjóða upp á rafræn ökuskírteini í síma í október síðastliðnum. Norskir ökumenn þurfa því ekki að hafa áhyggjur af því þó þeir gleymi skírteininu heima því þeir geta framvísað stafrænu ökuskírteini, séu þeir stöðvaðir af lögreglu. Til að fá ökuskírteini í símann í Noregi þarf að hala niður smáforriti og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Um leið birtast allar upplýsingar um þau ökuréttindi sem viðkomandi hefur. Norðmenn geta þó bara framvísað ökuskírteini í gegnum símann í Noregi. „Nú er tæknileg útfærsla tilbúin og ekkert því til fyrirstöðu að hefja útgáfu á stafrænum ökuskírteinum fyrir snjallsíma, jafnt fyrir Android og iOS stýrikerfi. Notendur mun geta fengið stafrænu ökuskírteinin með því að sækja um þau á Íslandi með rafrænum skilríkjum,“ skrifar Áslaug Arna og bætir við að stefnt sé að því að koma stafrænu skírteinunum í gagnið á Íslandi fyrir 1. júní næstkomandi. Í vor verður hægt að fá ökuskírteini í símann! Fjölmargir nota nú símann sem greiðslukort, flugmiða https://t.co/Y66jIi3W8M.v. Stafræn ökuskírteini verða til hagsbóta fyrir fólk enda síminn oftast með í för og líkur á að þessu fylgi töluverð þægindi fyrir einstaklinga. pic.twitter.com/kFHaULICUM— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) January 29, 2020 Áslaug Arna ræddi breytingarnar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Viðtalið má heyra að neðan. Samgöngur Stjórnsýsla Tækni Tengdar fréttir Rafræn ökuskírteini: Jákvæð fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýsluna Lögfræðingur hjá samgönguráðuneytinu segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um að gefa út rafræn ökuskírteini hér á landi. Fylgst sé með gangi mála í Noregi. 6. október 2019 23:30 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Stafræn íslensk ökuskírteini líta dagsins ljós í vor. Þau verða aðgengileg úr farsímum og mun þessu að líkindum fylgja þægindi fyrir fólk, að mati dómsmálaráðherra, enda síminn oft með í för. Frá þessu greindi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir á Twitter-síðu sinni nú síðdegis. Þar segir hún jafnframt að unnið hafi verið að gerð stafrænna ökuskírteina á síðustu mánuðum, sú vinna hafi verið á borði Stafræns Íslands og Ríkislögreglustjóra. Snjallsímaþjónustu sé sífellt að verða öruggari sem gerir mögulegt að gefa út ökuskírteini á öðru formi en hinu hefðbundna plasti. Þannig urðu Norðmenn fyrsta ríkið í Evrópu til að bjóða upp á rafræn ökuskírteini í síma í október síðastliðnum. Norskir ökumenn þurfa því ekki að hafa áhyggjur af því þó þeir gleymi skírteininu heima því þeir geta framvísað stafrænu ökuskírteini, séu þeir stöðvaðir af lögreglu. Til að fá ökuskírteini í símann í Noregi þarf að hala niður smáforriti og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Um leið birtast allar upplýsingar um þau ökuréttindi sem viðkomandi hefur. Norðmenn geta þó bara framvísað ökuskírteini í gegnum símann í Noregi. „Nú er tæknileg útfærsla tilbúin og ekkert því til fyrirstöðu að hefja útgáfu á stafrænum ökuskírteinum fyrir snjallsíma, jafnt fyrir Android og iOS stýrikerfi. Notendur mun geta fengið stafrænu ökuskírteinin með því að sækja um þau á Íslandi með rafrænum skilríkjum,“ skrifar Áslaug Arna og bætir við að stefnt sé að því að koma stafrænu skírteinunum í gagnið á Íslandi fyrir 1. júní næstkomandi. Í vor verður hægt að fá ökuskírteini í símann! Fjölmargir nota nú símann sem greiðslukort, flugmiða https://t.co/Y66jIi3W8M.v. Stafræn ökuskírteini verða til hagsbóta fyrir fólk enda síminn oftast með í för og líkur á að þessu fylgi töluverð þægindi fyrir einstaklinga. pic.twitter.com/kFHaULICUM— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) January 29, 2020 Áslaug Arna ræddi breytingarnar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Viðtalið má heyra að neðan.
Samgöngur Stjórnsýsla Tækni Tengdar fréttir Rafræn ökuskírteini: Jákvæð fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýsluna Lögfræðingur hjá samgönguráðuneytinu segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um að gefa út rafræn ökuskírteini hér á landi. Fylgst sé með gangi mála í Noregi. 6. október 2019 23:30 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Rafræn ökuskírteini: Jákvæð fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýsluna Lögfræðingur hjá samgönguráðuneytinu segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um að gefa út rafræn ökuskírteini hér á landi. Fylgst sé með gangi mála í Noregi. 6. október 2019 23:30