Sport

Vikings og Ravens úr leik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Lamar Jackson og félagar úr leik.
Lamar Jackson og félagar úr leik. vísir/getty

Minnesota Vikings og Baltimore Ravens eru úr leik eftir fyrri hluta 8-liða úrslitanna í NFL deildinni þar sem leikið var í gærkvöldi en San Francisco 49ers og Tennessee Titans eru komin áfram í undanúrslit.Fyrri leikurinn fór fram í San Francisco þar sem Íslandsvinirnir í Minnesota Vikings áttu fá svör við heimamönnum í 49ers en leiknum lauk 27-10 eftir að staðan í leikhléi var 14-10 fyrir 49ers. Tevin Coleman var öflugur hjá 49ers og skilaði tveimur snertimörkum en í kvöld kemur í ljós hvort 49ers mæti Seattle Seahawks eða Green Bay Packers í undanúrslitum.

Í síðari leik gærkvöldsins héldu Tennessee Titans uppteknum hætti eftir að hafa fleygt Tom Brady og félögum í New England Patriots út í Wild Card helginni um síðustu helgi og hreinlega gengu frá Baltimore Ravens.Þar með batt Titans endi á ótrúlegt tímabil Lamar Jackson og félaga í Ravens sem töpuðu aðeins tveimur leikjum í deildarkeppninni.Titans var 14-6 yfir í hálfleik og komst svo í 28-6 í þriðja leikhluta. Þann bil náðu Ravens ekki að brúa og lauk leiknum með öruggum sigri Titans, 28-12.Í kvöld kemur í ljós hvort þeir mæti Kansas City Chiefs eða Houston Texans í undanúrslitum.

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.