Körfubolti

Martin aftur í bikarúrslit með Alba Berlin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin skoraði átta stig í dag.
Martin skoraði átta stig í dag. vísir/getty

Martin Hermannsson og félagar eru komnir í úrslit þýsku bikarkeppninnar í körfubolta eftir sigur á Brose Bamberg, 66-82.

Martin hefur því komist í bikarúrslit á báðum tímabilum sínum hjá Alba Berlin. Í fyrra tapaði liðið fyrir Brose Bamberg, 83-82.

Martin skoraði átta stig í leiknum í dag og gaf þrjár stoðsendingar.

Íslenski landsliðsmaðurinn hitti úr þremur af níu skotum sínum utan af velli en nýtti bæði vítin sín.

Í úrslitaleiknum 17. febrúar mætir Alba Berlin EWE Baskets Oldenburg.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.