Stjörnuútherji Patriots handtekinn eftir að hann hoppaði upp á húdd á bíl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2020 13:30 Julian Edelman er mjög mikilvægur leikmaður fyrir Tom Brady og New England Patriots. Getty/Adam Glanzman Það bjuggust flestir við því að New England Patriots væri að keppa í úrslitakeppni NFL-deildarinnar um helgina en eftir óvænt tap um síðustu helgi var ljóst að liðið myndi ekki verja titil sinn í ár. Þess í stað var eins af stjörnum liðsins að koma sér í vandræði á laugardagskvöldið í Los Angeles. Julian Edelman, stjörnuútherji New England Patriots og mikilvægasti leikmaður Super Bowl í fyrra, var nefnilega handtekinn í Beverly Hills fyrir skemmdarverk. Edelman hoppaði upp á húdd á bíl annars manns og skemmdi hann. Það fylgdi sögunni að þetta var Mercedes en ekki kom fram hver átti bílinn eða af hverju Edelman hoppaði upp á húdd hans. Lögreglan mætti á staðinn og handtók hann. Edelman var seinna sleppt en þarf að mæta fyrir dómara í apríl. Julian Edelman was arrested after allegedly jumping on the hood of someone’s Mercedes “for some unknown reason” and causing damage. Edelman was cited for misdemeanor vandalism and released. (Via @TMZ) pic.twitter.com/yqHRPeQni3— Bleacher Report (@BleacherReport) January 12, 2020 Þetta er búið að vera mjög erfitt tímabil fyrir hinn 33 ára gamla Julian Edelman sem var búinn að harka af sér allt tímabilið. Eftir að Patriots liðið féll úr leik kom í ljós að hann þyrfti að fara í fleiri en eina aðgerð í sumar. hann var búinn að spila í gegnum meiðsli sem hefði haldið flestum frá hreyfingu hvað þá að spila í jafn erfiðri deild og NFL. Edelman ætlaði greinilega aðeins að sletta út klaufunum á laugardagskvöldið en fór þá út á lífið með mönnum eins og fyrrum Boston Celtics manninum Paul Pierce. Paul Pierce birti mynd af sér og Julian Edelman á Instagram frá þessu sama kvöldi. More on Patriots’ WR Julian Edelman being arrested after allegedly jumping on car:https://t.co/apCvRWN95n— Adam Schefter (@AdamSchefter) January 12, 2020 Julian Edelman hefur verið lykilmaður í tveimur síðustu meistaratitlum New England Patriots liðsins. Hann var allt í öllu í endurkomunni frægu á móti Atlanta árið 2017 og var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í Super Bowl í fyrra þegar Patriots vann 20-17 sigur á Los Angeles Rams. Edelman var sá útherji New England Patriots sem greip flesta bolta og skoraði flest snertimörk í sumar en sást ekki í leiknum á móti Tennessee Titans í úrslitakeppninni þar sem liðið tapaði óvænt. NFL Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Það bjuggust flestir við því að New England Patriots væri að keppa í úrslitakeppni NFL-deildarinnar um helgina en eftir óvænt tap um síðustu helgi var ljóst að liðið myndi ekki verja titil sinn í ár. Þess í stað var eins af stjörnum liðsins að koma sér í vandræði á laugardagskvöldið í Los Angeles. Julian Edelman, stjörnuútherji New England Patriots og mikilvægasti leikmaður Super Bowl í fyrra, var nefnilega handtekinn í Beverly Hills fyrir skemmdarverk. Edelman hoppaði upp á húdd á bíl annars manns og skemmdi hann. Það fylgdi sögunni að þetta var Mercedes en ekki kom fram hver átti bílinn eða af hverju Edelman hoppaði upp á húdd hans. Lögreglan mætti á staðinn og handtók hann. Edelman var seinna sleppt en þarf að mæta fyrir dómara í apríl. Julian Edelman was arrested after allegedly jumping on the hood of someone’s Mercedes “for some unknown reason” and causing damage. Edelman was cited for misdemeanor vandalism and released. (Via @TMZ) pic.twitter.com/yqHRPeQni3— Bleacher Report (@BleacherReport) January 12, 2020 Þetta er búið að vera mjög erfitt tímabil fyrir hinn 33 ára gamla Julian Edelman sem var búinn að harka af sér allt tímabilið. Eftir að Patriots liðið féll úr leik kom í ljós að hann þyrfti að fara í fleiri en eina aðgerð í sumar. hann var búinn að spila í gegnum meiðsli sem hefði haldið flestum frá hreyfingu hvað þá að spila í jafn erfiðri deild og NFL. Edelman ætlaði greinilega aðeins að sletta út klaufunum á laugardagskvöldið en fór þá út á lífið með mönnum eins og fyrrum Boston Celtics manninum Paul Pierce. Paul Pierce birti mynd af sér og Julian Edelman á Instagram frá þessu sama kvöldi. More on Patriots’ WR Julian Edelman being arrested after allegedly jumping on car:https://t.co/apCvRWN95n— Adam Schefter (@AdamSchefter) January 12, 2020 Julian Edelman hefur verið lykilmaður í tveimur síðustu meistaratitlum New England Patriots liðsins. Hann var allt í öllu í endurkomunni frægu á móti Atlanta árið 2017 og var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í Super Bowl í fyrra þegar Patriots vann 20-17 sigur á Los Angeles Rams. Edelman var sá útherji New England Patriots sem greip flesta bolta og skoraði flest snertimörk í sumar en sást ekki í leiknum á móti Tennessee Titans í úrslitakeppninni þar sem liðið tapaði óvænt.
NFL Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira