Sport

Besti badminton spilari heims í bílslysi þar sem bílstjórinn lést

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kento Momota.
Kento Momota. Getty/How Foo Yeen

Kento Momota, sem sumir ganga svo langt að kalla langbesta badminton spilara heims, slapp lifandi úr hörðu bílslysi í Kuala Lumpur í Malasíu morgun.

Hinn 25 ára gamli Kento Momota hefur unnið tvö síðustu heimsmeistaramót og er efstur á heimslistanum. Hann hefur sett stefnuna á að vinna Ólympíugull á heimavelli í sumar.

Ekki er vitað hvort að bílslysið í morgun muni komi í veg fyrir að það verði að veruleika en hann slapp samt ótrúlega vel úr þessu banaslysi.

Kento Momota skarst í andliti og brákaðist á nefi í bílslysinu. Hann er þó ekki nefbrotinn.



Ökumaður bílsins lést í slysinu en þrír aðrir voru með í bílnum. Það voru aðstoðarþjálfari japanska landsliðsins, Hirayama Yu, sjúkraþjálfari japans landsliðsins, Morimoto Akifumi og svo maður að nafni William Thomas.

Líðan þeirra er stöðug en meiðsli þeirra voru meðal annars á andliti, fótum, hendi og höfði samkvæmt upplýsingum lögreglunnar.

Kento Momota var á leiðinni út á flugvöll þegar slysið varð eftir að hafa unnið fyrsta mótið á mótaröðinni í gær. Slysið varð á aðalhraðbrautinni og fyrir dögun en bíll þeirra keyrði aftan á stóran vörubíl.

Kento Momota var með mikla yfirburði á mótaröðinni í fyrra þar sem hann náði að vinna ellefu mót og setja með því nýtt met.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×