Handbolti

Dönsku fjölmiðlarnir sóttu fast að Guðmundi

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar
Guðmundur með hluta af dönsku pressunni á sér.
Guðmundur með hluta af dönsku pressunni á sér. vísir/hbg

Kaldhæðni örlaganna hefur hagað því þannig að framhaldslíf Dana á EM hangir á því að Guðmundi Guðmundssyni og strákunum okkar takist að leggja Ungverja.

Ef Ísland vinnur ekki Ungverjaland þá hefur Danmörk lokið keppni á mótinu sem væri ótrúleg niðurstaða.

Blaðamennirnir dönsku, sem oft á tíðum reyndust Guðmundi erfiðir, sóttu mjög að honum í dag og vildu fullvissu um það að íslenska liðið ætlaði sér að gera allt til þess að vinna leikinn og í raun bjarga Dönum í leiðinni.


Guðmundur varðist brelluspurningum Dananna fimlega. vísir/hbg

Eðlilega ætla Guðmundur og strákarnir að gera það því með sigri þá fara með tvö stig í milliriðil. Íslenska liðið græðir þar af leiðandi ekki neitt á því að skilja Danina eftir ef svo má segja.

Íslensku leikmennirnir lentu líka í löngum viðtölum við danska blaðamenn sem ætluðu að veiða þá á því að segja eitthvað neikvætt um danska liðið og að þeir vildu skilja þá eftir.

Okkar menn eru skynsamir og buðu dönsku pressunni ekki upp á neinn slíkan uppslátt.


Tengdar fréttir

Ísland hefur aldrei byrjað betur á EM

Íslenska karlalandsliðið í handbolta er að keppa á sínu í ellefta Evrópumeistaramóti í röð en nú í fyrsta sinn eru íslensku strákarnir með fullt hús eftir tvo leiki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.