Handbolti

Ísland hefur aldrei byrjað betur á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson fagnar sigri á EM. Hann er einn af reyndari leikmönnum íslenska hópsins.
Björgvin Páll Gústavsson fagnar sigri á EM. Hann er einn af reyndari leikmönnum íslenska hópsins. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN

Íslenska karlalandsliðið í handbolta er að keppa á sínu í ellefta Evrópumeistaramóti í röð en nú í fyrsta sinn eru íslensku strákarnir með fullt hús eftir tvo leiki.Íslenska liðið vann heims- og Evrópumeistara Dana í fyrsta leik og fylgdi því síðan eftir með ellefu marka sigri á Rússum sem er jöfnun á metinu yfir stærsta sigur Íslands í sögu úrslitakeppni EM.Það voru fleiri met sem féllu hjá íslensku strákunum þökk sé þessari frábæru byrjun.Íslenska liðið hefur þrisvar áður farið taplaust í gegnum tvo fyrsti leiki sína á EM en aldrei náð að fagna sigri í þeim báðum.Á þremur Evrópumótum vann íslenska liðið annan leikinn en gerði jafntefli í hinum. Það var á EM 2002, EM 2006 og EM 2014. Guðmundur Guðmundsson þjálfaði íslenska liðið líka á EM í Svíþjóð fyrir átján árum síðan.Hér fyrir neðan má sjá hvernig byrjunin á þessu Evrópumóti er í samanburði við byrjanir liðsins á hinum tíu Evrópumótunum.Flest stig í fyrstu tveimur leikjunum á EM:

4 - EM í Svíþjóð, Noregi og Austurríki 2020 (NÝTT MET)

3 - EM í Svíþjóð 2002

3 - EM í Sviss 2006

3 - EM í Danmörku 2014Flest mörk í plús eftir tvo leiki á EM:

+12 - EM í Svíþjóð, Noregi og Austurríki 2020 (65-53)  (NÝTT MET)

+6 - EM í Svíþjóð 2002 (55-49)

+5 - EM í Sviss 2006 (64-59)

+5 - EM í Danmörku 2014 (58-53)Flest mörk skoruðu í fyrstu tveimur leikjunum á EM:

66 - EM í Austurríki 2010

65 - EM í Svíþjóð, Noregi og Austurríki 2020    (NÆSTBEST)

64 - EM í Sviss 2006    

64 - EM í Póllandi 2016    

63 - EM í Serbíu 2012Fæst mörk fengin á sig í fyrstu tveimur leikjunum á EM:

46 - EM í Noregi 2008

49 - EM í Svíþjóð 2002    

53 - EM í Svíþjóð, Noregi og Austurríki 2020    (ÞRIÐJA BEST)

53 - EM í Danmörku 2014    

53 - EM í Króatíu 2018   
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.