Handbolti

Ísland hefur aldrei byrjað betur á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson fagnar sigri á EM. Hann er einn af reyndari leikmönnum íslenska hópsins.
Björgvin Páll Gústavsson fagnar sigri á EM. Hann er einn af reyndari leikmönnum íslenska hópsins. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN

Íslenska karlalandsliðið í handbolta er að keppa á sínu í ellefta Evrópumeistaramóti í röð en nú í fyrsta sinn eru íslensku strákarnir með fullt hús eftir tvo leiki.

Íslenska liðið vann heims- og Evrópumeistara Dana í fyrsta leik og fylgdi því síðan eftir með ellefu marka sigri á Rússum sem er jöfnun á metinu yfir stærsta sigur Íslands í sögu úrslitakeppni EM.

Það voru fleiri met sem féllu hjá íslensku strákunum þökk sé þessari frábæru byrjun.

Íslenska liðið hefur þrisvar áður farið taplaust í gegnum tvo fyrsti leiki sína á EM en aldrei náð að fagna sigri í þeim báðum.

Á þremur Evrópumótum vann íslenska liðið annan leikinn en gerði jafntefli í hinum. Það var á EM 2002, EM 2006 og EM 2014. Guðmundur Guðmundsson þjálfaði íslenska liðið líka á EM í Svíþjóð fyrir átján árum síðan.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig byrjunin á þessu Evrópumóti er í samanburði við byrjanir liðsins á hinum tíu Evrópumótunum.

Flest stig í fyrstu tveimur leikjunum á EM:
4 - EM í Svíþjóð, Noregi og Austurríki 2020 (NÝTT MET)
3 - EM í Svíþjóð 2002
3 - EM í Sviss 2006
3 - EM í Danmörku 2014

Flest mörk í plús eftir tvo leiki á EM:
+12 - EM í Svíþjóð, Noregi og Austurríki 2020 (65-53)  (NÝTT MET)
+6 - EM í Svíþjóð 2002 (55-49)
+5 - EM í Sviss 2006 (64-59)
+5 - EM í Danmörku 2014 (58-53)

Flest mörk skoruðu í fyrstu tveimur leikjunum á EM:
66 - EM í Austurríki 2010
65 - EM í Svíþjóð, Noregi og Austurríki 2020    (NÆSTBEST)
64 - EM í Sviss 2006    
64 - EM í Póllandi 2016    
63 - EM í Serbíu 2012

Fæst mörk fengin á sig í fyrstu tveimur leikjunum á EM:
46 - EM í Noregi 2008
49 - EM í Svíþjóð 2002    
53 - EM í Svíþjóð, Noregi og Austurríki 2020    (ÞRIÐJA BEST)
53 - EM í Danmörku 2014    
53 - EM í Króatíu 2018   Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.