Handbolti

Svona var blaða­manna­fundurinn fyrir leikinn gegn Ung­verjum

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. vísir/getty

Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu frá blaðamannafundi íslenska handboltalandsliðsins sem var haldinn í Malmö í dag.

Fyrir svörum sátu Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og Guðjón Valur Sigurðsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson og Viggó Kristjánsson.

Ísland hefur farið frábærlega af stað á EM í handbolta og unnið fyrstu tvo leiki sína, gegn Danmörku og Rússlandi. Lokaleikur Íslands í riðlinum er gegn Ungverjalandi sem er í öðru sæti riðilsins með þrjú stig. Leikurinn er því úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins.

Strákunum okkar dugir jafntefli í leiknum til að vinna riðilinn en þarf að leggja Ungverja að velli til að fara með tvö stig með sér í milliriðlakeppnina, sem hefst á föstudag.

Fundinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en þar fyrir neðan má lesa textalýsingu blaðamanns Vísis frá fundinum.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.