Handbolti

Guðmundur: Upplifað eitt og annað gegn Ungverjum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Ísland mætir Ungverjalandi í úrslitaleik um toppsæti síns riðils á EM 2020 í Svíþjóð. Það sem er þó í raun í húfi er hvort liðið fer með tvö stig áfram í milliriðlakeppnina.

Íslendingar hafa í gegnum tíðina lent í vandræðum með Ungverja í mikilvægum leikjum á stórmótum. Strákarnir okkar töpuðu fyrir þeim í 8-liða úrslitum á HM 1997 í Japan og svo aftur í 8-liða úrslitum Ólympíuleikanna í London 2012.

„Ég lenti í þeim 2012 í leik sem ég mun aldrei gleyma. Það var tvíframlengdur leikur. Ég tapaði svo fyrir þeim með danska landsliðinu 2017,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi HSÍ í dag. Danir töpuðu fyrir Ungverjum í 16-liða úrslitum á HM 2017.

„Ég hef því upplifað eitt og annað. Ungverjar eru að spila mjög vel um þessar mundir. Þessi leikur verður mjög erfiður - við áttum okkur á því.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.