Handbolti

Illa farið með Aron Pálmarsson í skráningu stoðsendinganna á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson hefur raðað inn stoðsendingum á EM en fær aðeins lítinn hluta af þeim skráðar hjá sænsku tölfræðingunum.
Aron Pálmarsson hefur raðað inn stoðsendingum á EM en fær aðeins lítinn hluta af þeim skráðar hjá sænsku tölfræðingunum. Getty/y TF-Images

Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur skorað 65 mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum og unnið þar flotta sigra á Danmörku og Rússlandi.

Samvinna íslenska liðsins í vörn sem sókn hefur vakið mikla athygli enda ljóst að Guðmundur Guðmundsson er búinn að setja saman frábært lið.

Það sem vekur þó athygli í tölfræði mótshaldara er að íslenska liðið er aðeins skráð með 16 stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjunum.

Það gerir síðan þá tölu enn fáránlegri að inn í henni eru fiskuð vítaköst. Íslenska liðið er búið að fá ellefu vítaköst á mótinu og hefur skorað úr níu þeirra.

Sú tala hefur okkur að sænsku tölfræðingarnir hafa aðeins gefið íslenska liðinu samtals sjö stoðsendingar í þessum tveimur fyrstu leikjum.

Aron Pálmarsson hefur gefið 19 stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjum íslenska liðsins en er aðeins skráður með sex slíkar þar af er eitt fiskað víti sem telst ekki með þessum nítján.

Þetta var sérstaklega slæmt í sigrinum á Rússum í gær. Aron skoraði þá ekki mark en var með tíu stoðsendingar. Sænsku tölfræingarnar gáfu honum hins vegar aðeins eina stoðsendingu og frammistaða hans var því ekki merkileg á tölfræðiblaðinu.

Austurríkismenn eru á heimavelli og þar passa menn greinilega að skrá stoðsendingar. Austurríki hefur fengið 48 skráðar stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjum sínum.

Það er því ljós að það er ekki saman tölfræðiskráning í gangi á þessu móti sem er miður.

Í raun er íslenski riðilinn í sérflokki þegar kemur að fáum skráðum stoðsendingum. Danir eru aðeins með samtals ellefu stoðsendingar og Rússar og Ungverjar eru bara með tíu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.