Lífið

Frið­rik Dór leið­réttir upp­skriftar­mis­tök: „Þau eru drulla og ég tek hana á mig“

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Friðrik leiðrétti mistökin sem gerð voru í bókinni.
Friðrik leiðrétti mistökin sem gerð voru í bókinni. facebook/vísir/sylvía

Friðrik Dór Jónsson baðst afsökunar á villu í nýútgefinni matreiðslubók sinni, Léttir réttir Frikka, en það vantaði lykilhráefni í uppskrift að skúffuköku sem finna má í bókinni.

Þau mistök voru gerð að það vantaði hveiti í skúffukökuna, sem er jú lykilhráefni. Friðrik baðst afsökunar á þessum mistökum á Facebook síðu sinni og í „story“ á Instagram.

„Það verða að teljast leiðinleg mistök og mér þykir afskaplega leitt að einhverjir hafi fengið einhverja leðju út úr ofninum hjá sér þegar þeir voru að gera þessa uppskrift,“ segir Friðrik Dór í Instagram story.

Þá segir hann að ef fólk bæti við einum og hálfum bolla af hveiti út í deigið þá eigi hún að koma vel út en annars fái fólk bara „drullu“ út úr ofninum sem „er svo sem það sem þessi mistök eru,“ segir hann. „Þau eru drulla og ég tek hana á mig.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.