Lífið

Jennifer Aniston og Brad Pitt bara vinir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jennifer og Brad á frumsýningu The Mexican árið 2001.
Jennifer og Brad á frumsýningu The Mexican árið 2001. GETTY/KEVIN WINTER

Erlendir miðlar hafa töluvert fjallað um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt og ganga sumir það langt að halda því fram að þau elski hvort annað og treysta hvort öðru á ný en fimmtán ár eru liðin frá því að þau skildu. Þau giftust á Malibu árið 2000 og voru eitt heittelskaðasta par Hollywood á sínum tíma.

Eftir að Brad lék í myndinni Mr and Mrs Smith með Angeliu Jolie slitnaði upp úr sambandi þeirra og þau skildu að lokum árið 2005. Síðar giftust Jolie og Pitt en þeirra sambandi lauk fyrir ekki svo löngu.

Brad Pitt og Jennifer Aniston voru bæði viðstödd Golden Globe verðlaunahátíðina.

Nú greinir TMZ frá því að Pitt og Aniston hafi rétt svo heilsast á verðlaunhátíðinni. Samkvæmt heimildum TMZ er ekkert rómantískt á milli leikarana og eru þau aðeins vinir.

Brad Pitt vann Golden Globe verðlaun á sunnudagskvöldið þegar hann vann fyrir bestu frammistöðuna í aukahlutverki en hann lék í kvikmynd Quentin Tarantino, Once Upon a Time in Hollywood.

Pritt hélt ræðu þegar hann tók við verðlaununum og kom þar skýrt fram að hann væri einhleypur.

 

 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.