Sport

Í beinni í dag: Körfu­bolta­veisla og golf

Anton Ingi Leifsson skrifar
Einar Árni Jóhannsson og lærisveinar hafa verið á fljúgandi siglingu. Þeir heimsækja Sauðárkrók í kvöld.
Einar Árni Jóhannsson og lærisveinar hafa verið á fljúgandi siglingu. Þeir heimsækja Sauðárkrók í kvöld. vísir/bára

Sex beinar útsendingar eru á dagskrá sportrása Stöðvar 2 í kvöld.

Tvö golfmót eru á dagskránni. Evrópumótaröðin heldur áfram í Suður-Afríku þar sem South Africa Open fer fram en PGA-mótaröðin spilar á Havaí. Þar er mótið Sony Open.

Klukkan 18.20 hefst svo útsending frá nýliðaslag Fjölnis og Þór frá Akureyri í Dominos-deild karla en það verður boðið upp á körfuboltaveisla í kvöld.

Eftir þeim leik verður sýnt frá stórleik Tindastóls og Njarðvíkur. Í kvöld er svo Dominos Körfuboltakvöld karla á dagskránni sem og umræða um 15. umferð Dominos-deildar kvenna.

Allar beinu ústendingar næstu daga má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.

Beinar útsendingar dagsins:
10.00 South African Open (Stöð 2 Golf)
18.20 Fjölnir - Þór Akureyri (Stöð 2 Sport)
20.10 Tindastóll - Njarðvík (Stöð 2 Sport)
22.10 Dominos Körfuboltakvöld karla (Stöð 2 Sport)
23.40 Umræða um 15. umferð kvenna (Stöð 2 Sport)
00.00 Sony Open in Hawaii (Stöð 2 Golf)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.