Sport

Meistaradeildin heldur áfram og þrjú golfmót

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Atlético Madrid getur komist í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Atlético Madrid getur komist í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld. getty/Irina RH

Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Sýnt verður frá leik Atlético Madrid og RB Leipzig í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og þremur golfmótum.

Atlético Madrid og RB Leipzig eigast við klukkan 19:00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Vegleg umfjöllun verður fyrir og eftir leikinn. 

Liðið sem vinnur leikinn mætir Paris Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildarinnar 18. ágúst.

Sýnt verður frá mótum á PGA-, LET- og Evrópumótaröðunum í golfi í dag. Um er að ræða Celtic Classic (Evrópumótaröðin), Ladies Scottish Open (LET) og Wyndham Championship (PGA).

Alla dagskrá dagsins má sjá hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.