Sport

Evrópudeildin og staðan tekin í Pepsi Max-deild kvenna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar taka stöðuna í Pepsi Max-deild kvenna í Pepsi Max-mörkum kvenna í kvöld.
Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar taka stöðuna í Pepsi Max-deild kvenna í Pepsi Max-mörkum kvenna í kvöld. vísir/vilhelm

Þrjár beinar útsendingar eru á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Sýnt verður frá seinni tveimur leikjunum í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar og svo eru Pepsi Max-mörk kvenna á dagskrá.

Shakhtar Donetsk og Basel eigast við í Gelsenkirchen á Stöð 2 Sport. Sigurvegarinn mætir Inter í undanúrslitum Evrópudeildarinnar.

Í hinum leiknum etja Wolves og Sevilla kappi í Duisburg á Stöð 2 Sport 2. Liðið sem vinnur mætir Manchester United í undanúrslitunum. Báðir leikirnir í Evrópudeildinni hefjast klukkan 19:00.

Klukkan 21:00 er svo komið að Pepsi Max-mörkum kvenna á Stöð 2 Sport. Þar fer Helena Ólafsdóttir yfir sviðið í Pepsi Max-deild kvenna með sérfræðingum sínum.

Alla dagskrá dagsins má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×