Sport

Evrópudeildin og staðan tekin í Pepsi Max-deild kvenna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar taka stöðuna í Pepsi Max-deild kvenna í Pepsi Max-mörkum kvenna í kvöld.
Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar taka stöðuna í Pepsi Max-deild kvenna í Pepsi Max-mörkum kvenna í kvöld. vísir/vilhelm

Þrjár beinar útsendingar eru á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Sýnt verður frá seinni tveimur leikjunum í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar og svo eru Pepsi Max-mörk kvenna á dagskrá.

Shakhtar Donetsk og Basel eigast við í Gelsenkirchen á Stöð 2 Sport. Sigurvegarinn mætir Inter í undanúrslitum Evrópudeildarinnar.

Í hinum leiknum etja Wolves og Sevilla kappi í Duisburg á Stöð 2 Sport 2. Liðið sem vinnur mætir Manchester United í undanúrslitunum. Báðir leikirnir í Evrópudeildinni hefjast klukkan 19:00.

Klukkan 21:00 er svo komið að Pepsi Max-mörkum kvenna á Stöð 2 Sport. Þar fer Helena Ólafsdóttir yfir sviðið í Pepsi Max-deild kvenna með sérfræðingum sínum.

Alla dagskrá dagsins má sjá hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.